fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Gestum á kosningavöku Sósíalista brugðið þegar lögregla mætti á svæðið

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. nóvember 2024 22:54

Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír fullbúnir lögreglumenn komu inn á kosningavöku Sósíalistaflokksins sem haldin er í Bolholti í Reykjavík í kvöld.

Þetta kom fram í beinni sjónvarpsútsendingu RÚV frá vettvangi þar sem fram kom að gestum hafi brugðið í brún þegar lögregla mætti á svæðið. Eftir stutt spjall við lögreglu kom þó fram að um hefðbundið eftirlit væri að ræða þar sem lögregla var að athuga með leyfi og fleira.

Kom fram í útsendingunni að lögregla muni kíkja á fleiri kosningavökur í kvöld til að taka stöðuna og kanna hvort allt fari fram lögum samkvæmt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“
Fréttir
Í gær

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“
Fréttir
Í gær

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“