fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fréttir

17 ára á 144 km/klst og 120 km/klst

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. júní 2021 06:09

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrsta tímanum í nótt mældist hraði bifreiðar 144 km/klst á vegarkafla í Vogahverfi þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst. Ökumaðurinn reyndist vera 17 ára. Föður hans var tilkynnt um málið sem og barnaverndaryfirvöldum.

Um klukkustund síðar var annar 17 ára ökumaður stöðvaður fyrir ofsaakstur í Garðabæ. Hraði bifreiðar hans mældist 120 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Móður ökumanns var tilkynnt um málið sem og barnaverndaryfirvöldum.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

5 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í Breiðholti í gærkvöldi á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst. Hraði þeirra mældist frá 83 til 89 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Slot tjáir sig um Isak
Fréttir
Í gær

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Í gær

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Í gær

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“