fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Buðu 1.100 milljónir fyrir enska boltann – Dugði ekki til

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 05:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýn bauð 1.100 milljónir fyrir sýningarrétt að ensku knattspyrnunni næstu þrjú keppnistímabil. Útboðið fór fram í síðustu viku og hafði Síminn þar betur gegn Sýn. Útboðið fór þannig fram að fyrirtækin gerðu tilboð í sýningarréttinn og ef munurinn á tilboðum þeirra hefði verið innan við 10 prósent hefði verið farið í aðra umferð. Til þess kom ekki og því er ljóst að tilboð Símans var að minnsta kosti 1.210 milljónir króna.

Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, skýrir frá þessu í dag. Þar kemur fram að Sýn hafi metið það sem svo að hærra tilboð myndi leiða til taps af starfseminni miðað við að áhorfendur greiddu eðlilegt verð fyrir þjónustuna.

Haft er eftir Birni Víglundssyni, framkvæmdastjóra miðla Sýnar, að hann gæti ekki tjáð sig um tilboðið. Hann sagði að á annan tug þúsunda áskrifenda hefðu aðgang að enska boltanum í gegnum Sýn og niðurstaðan væri óheppileg fyrir neytendur.

Markaðurinn hefur eftir Magnúsi Ragnarssyni, framkvæmdastjóra afþreyingarmiðla og sölu Símans, að tilboðið byggist á viðskiptaáætlun um nýtingu á stökum rétti. Hann sagði að enski boltinn hafi verið dýr fyrir neytendur því þeir hafi þurft að kaupa mikið með honum. Síminn telji sig geta selt réttinn stakan og þannig náð til fleiri með ódýrari vöru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Í gær

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Í gær

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Í gær

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa