fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Óttast að dyravörður sé mænuskaddaður eftir hrottalega líkamsárás

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 04:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að dyravörður, sem varð fyrir hrottalegri árás fjögurra manna á skemmtistaðnum Shooters um síðustu helgi, hafi orðið fyrir mænuskaða. RÚV segist hafa heimildir fyrir þessu. Fjórir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins.

Árásin átti sér stað skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Tveimur mönnum hafði þá verið vísað út af Shooters, sem er í Austurstræti, en þeir sneru aftur skömmu síðar og höfðu þá náð sér í liðsauka. Mennirnir réðust á tvo dyraverði á Shooters. Annar dyravarðanna var fluttur á sjúkrahús og eins og fyrr segir er óttast að hann hafi orðið fyrir mænuskaða. Hinn slasaðist lítið.

RÚV segir að hinir meintu árásarmenn hafi verið handteknir daginn eftir. Þeir eru pólskir og eru staddir hér á landi vegna vinnu að sögn RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir