fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Setjum þingmenn í skólabúninga

Svarthöfði
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dauða sínum átti Svarthöfði von frekar en að klæðaburður þingmanna yrði honum eitthvert hjartans máls. En þar sem málið virðist sífellt dúkka aftur upp í umræðu í pontu á Alþingi þá hreinlega getur Svarthöfði ekki setið á sér lengur.

Fyrir skömmu var klæðaburður þingmanna til umræðu, ekki bara í stuttum skotum í ræðum þingmanna heldur í löngu máli í heilan hálftíma. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sem sennilega á fataskáp fullan af sömu jakkafötunum, gerði athugasemd við klæðaburð Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, fyrir að vera ekki í jakka.

Það fannst honum algjörlega út í hött. Hann sjálfur hafði þurft að kaupa sér fín föt áður en hann byrjaði á þingi og því væri alveg eðlilegt að aðrir þingmenn léku það eftir. Steingrímur telur sig greinilega vera einhvern tískufrömuð eða áhrifavald. Ef hann getur verið í jakka, þá ættu aðrir að geta það.

Það fannst honum algjörlega út í hött. Hann sjálfur hafði þurft að kaupa sér fín föt áður en hann byrjaði á þingi og því væri alveg eðlilegt að aðrir þingmenn léku það eftir. Steingrímur telur sig greinilega vera einhvern tískufrömuð eða áhrifavald. Ef hann getur verið í jakka, þá ættu aðrir að geta það.

Klæðaburðurinn sýnir, að mati Steingríms, þinginu þá virðingu sem það á skilið. Einmitt, Steini minn, eru það fötin sem skapa manninn þarna inni á þinginu ? Misvitrir nöldrarar í fallegum gjafaumbúðum í boði kjósenda. En tengsl þingmanna við fyrirtæki grunuð um stórfellda spillingu? En þeir sem hafa sagt af sér embætti sökum misgjörða? En þingmenn sem voru í forsvari fyrir ríkisstjórn sem var ekki stætt að klára kjörtímabilið? En þingmenn sem hafa verið sakaðir um áreitni, um einelti? Nei, það eru ekki gjörðir sem draga úr trúverðugleika þingsins, svo lengi sem viðkomandi er tilbúinn að vera í jakka.

Þessi umræða, um virðingu Alþingis, hefur birst Svarthöfða áður af álíka vettvangi. Nú úr leikskólum og grunnskólum þar umræða skapast reglulega um ágæti skólabúninga.

Hjallastefnan hefur tekið þetta upp og kannski ætti Alþingi að gera þetta bara líka. Svarthöfði sér fyrir sér samstarf við til dæmis Henson þar sem allir þingmenn gætu fengið galla í stíl. Allir eins og allir jafnir á hinu háa Alþingi.

Hvað með að hafa þetta bara valfrjálst og leyfa kjósendum að taka ákvörðun um hvort svona „dress-code“– þingmennska hentar þeim? Það gæti verið á stefnuskrám flokka: „Auk þess lofum við að vera alltaf í jökkum í pontu.“

Jú, eða bara að fylgja Hjallastefnunni og taka upp þingmannabúninga. Búa bara þarna til opinberan embættisklæðnað. Jafnvel mætti brúka fermingarkuflana svona til að viðhalda ógeðslega hallærislegum heilögum brag á þingmennskunni. Þá gæti Steingrímur væntanlega ekki kvartað. Eða kannski er hann bara bitur yfir reikningnum frá Herragarðinum og vill að aðrir þurfi að greiða álíka gjald í tilgerðarmennsku.

Jú, eða bara að fylgja Hjallastefnunni og taka upp þingmannabúninga. Búa bara þarna til opinberan embættisklæðnað. Jafnvel mætti brúka fermingarkuflana svona til að viðhalda ógeðslega hallærislegum heilögum brag á þingmennskunni. Þá gæti Steingrímur væntanlega ekki kvartað. Eða kannski er hann bara bitur yfir reikningnum frá Herragarðinum og vill að aðrir þurfi að greiða álíka gjald í tilgerðarmennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum