fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Guðaleikurinn: Klónum fræga Íslendinga líka og stofnum skemmtigarð

Svarthöfði
Laugardaginn 23. mars 2019 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herra Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff eru nú að basla við að láta klóna hundinn sinn Sám. Í janúar var greint frá því að Sámur væri dáinn en lífsýni voru tekinn úr honum. Verða þau send til Bandaríkjanna þar sem fyrirtækið ViaGen Pets mun sjá um að klóna hann í maí. Alveg eins og í myndinni The 6th Day með Arnold Schwarzenegger.

Þetta sýnir hversu mikið forsetahjónin fyrrverandi elskuðu Sám. Einnig sýnir þetta hversu litla trú þau hafa á öðrum hundum en Sámi. Flestir myndu láta nægja að fá sér annan hund og nefna hann einnig Sám, eða kannski Sám II.

Út frá þessu fer Svarthöfði að velta því fyrir sér hvort ekki sé ráð að klóna önnur fræg íslensk dýr. Lítið mál væri að klóna stóðhestinn goðsagnakennda Orra frá Þúfu. Sæði hans var dreift um gervallt landið.

Annar frægur lífsýnadreifari var hvalurinn Keikó. Keikó var fangaður við Íslandsstrendur árið 1976 og geymdur í Sædýrasafninu um stund. Var hann síðan seldur til Ameríku til þess að verða Hollywood-leikari. Hægt væri að klóna Keikó til að leika með Arnold í The 6th Day II.

Gaman væri að hitta apann Bongó aftur. Uppstoppaður hamur hans er geymdur til sýnis í Borgarleikhúsinu í tilefni af sýningu söngleiksins Elly. Söngkonan Elly Vilhjálms var lengst af eigandi Bongós en losaði sig við hann þegar hann var ekki lengur húsum hæfur. ViaGen Pets hljóta að geta sigtað óþekktina úr honum.

Mörg fleiri dýr væri hægt að klóna, heilan dýragarð í raun og veru. Hundinn Lúkas, ísbjörninn Björn, nautið Guttorm, tíkina Lucy og svo mætti lengi telja.

Svarthöfði spyr sig þá: Af hverju stoppa þar? Fyrst við erum á annað borð farin að leika guði þá ættum við ekki að láta málleysingja duga. Klónum fræga Íslendinga líka og stofnum skemmtigarð.

Í þeim garði væri hægt að kveðast á við Jónas Hallgrímsson, hlaupa undan Axlar-Birni, kasta Ólöfu eskimóa og tefla við Bobby Fischer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Styrmir spáir að orkupakkanum verði frestað: „Þetta pólitíska frumkvæði Sigurðar Inga vekur vonir“

Styrmir spáir að orkupakkanum verði frestað: „Þetta pólitíska frumkvæði Sigurðar Inga vekur vonir“
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Fegrað fyrir gríska páska

Fegrað fyrir gríska páska
Bleikt
Fyrir 3 klukkutímum

Aðdáendur sannfærðir um að Justin Bieber hafi mæmað á tónleikum – Sjáið myndbandið

Aðdáendur sannfærðir um að Justin Bieber hafi mæmað á tónleikum – Sjáið myndbandið
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Jónína Ben og Gunnar skilin að borði og sæng

Jónína Ben og Gunnar skilin að borði og sæng
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

37 teknir af lífi í Sádi-Arabíu

37 teknir af lífi í Sádi-Arabíu
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Lögfræðingur um orkupakkann: „Veld­ur laga­legri óvissu og geng­ur gegn hags­mun­um þjóðar­inn­ar“

Lögfræðingur um orkupakkann: „Veld­ur laga­legri óvissu og geng­ur gegn hags­mun­um þjóðar­inn­ar“
Bleikt
Fyrir 4 klukkutímum

Margrét Gnarr gefur stelpum sex ráð fyrir ræktina

Margrét Gnarr gefur stelpum sex ráð fyrir ræktina