fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025

Fimm sem gætu tekið við sem biskup Íslands

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. september 2018 14:00

Davíð Þór Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir forverar frú Agnesar Sigurðardóttur hafa hætt í kjölfarið á mikilli umræðu um kynferðisbrot innan kirkjunnar og hvernig tekið var á þeim málum. Herra Ólafur Skúlason eftir að nokkrar konur sökuðu hann um kynferðislega áreitni og herra Karl Sigurbjörnsson eftir mikla umræðu um hans meðferð á málum Ólafs. Nú er byrjað að hitna undir Agnesi og enn er ástæðan tengd kynferðisbrotum kirkjunnar manna. Samkvæmt heimildum DV er mikill kurr í prestastéttinni vegna meðhöndlunar hennar á máli séra Þóris Stephensen sem viðurkenndi kynferðisbrot gegn barni.

Davíð Þór Jónsson – Laugarneskirkja

Davíð Þór er öðruvísi prestur, svo vægt sé til orða tekið, og það er einmitt það sem þjóðkirkjan þarf á að halda ef hún ætlar að lifa 21. öldina af. Margir setja fortíð hans sem ritstjóra „klámblaðs“ fyrir sig en engum dylst að Davíð stendur á sínu og yrði óhræddur við að taka á óþægilegum málum.

Geir Waage – Reykholt

Geir verður seint sakaður um að vera sá frjálslyndasti innan kirkjunnar, til dæmis þegar kemur að málefnum samkynhneigðra. En Geir sýndi það, þegar mál Ólafs Skúlasonar kom upp, að hann hefur bein í nefinu. Herra Ólafur var nærri búinn að ráðast á Geir þegar hann neitaði að stinga ásökunum kvenna um kynferðisáreitni undir stól.

Toshki Toma – Prestur innflytjenda

Það yrði djarft að gera hinn japanska Toma að biskupi Íslands. Hann hefur aðra sýn á mál en flestir aðrir og hefur verið einn dyggasti baráttumaður kirkjunnar fyrir mannréttindum hælisleitenda. Með því að gera Toma að biskupi myndi þjóðkirkjan fá umtalsvert meiri samúð og slaka frá þeim hópi sem harðast hefur gagnrýnt hana.

Vigfús Bjarni Albertsson – Landspítalinn

Vigfús Bjarni er stjarna í prestastétt. Svo mikil eftirspurn er eftir Vigfúsi að 500 manns skrifuðu undir lista þar sem skorað var á hann að bjóða sig fram til forseta Íslands árið 2016. Tilkynnti hann í kjölfarið framboð sitt frammi fyrir húsfylli á Hótel Borg í kjölfarið. Um mánuði síðar dró hann framboðið hins vegar til baka.

Örn Bárður Jónsson – Noregur

Sá biskup sem nú situr og forveri hans hafa verið taldir frekar litlausar persónur og lítið herskáar. Í þeirra tíð hefur sóknarbörnum farið fækkandi, ár frá ári, sem sýnir okkur að vörn er ekki alltaf besta vörnin. Ef kirkjan vill snúa þessari þróun við væri kannski réttast að fá séra Örn Bárð til starfans. Allir vita að hann myndi láta sverfa til stáls, eins og hann sýndi þegar hann líkti samtökunum Vantrú við hryðjuverkasamtökin ISIS.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Thomas Möller skrifar: Hugleiðing um áramót

Thomas Möller skrifar: Hugleiðing um áramót
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Útbreidd fjársvik í velferðarkerfinu skekja vígi afkomenda norrænna innflytjenda

Útbreidd fjársvik í velferðarkerfinu skekja vígi afkomenda norrænna innflytjenda
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Innkalla rakettupaka
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist
433
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool vill fá sinn mann til baka strax í janúarglugganum

Liverpool vill fá sinn mann til baka strax í janúarglugganum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins
Fréttir
Í gær

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“
433Sport
Í gær

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras