fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. maí 2024 19:47

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er standa nú yfir réttarhöld í máli saksóknara í New York gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, en hann er sakaður um að hafa greitt klámmyndaleikkonu fé fyrir að þegja um að þau hafi átt kynferðislegt samræði. Trump, sem verður 78 ára 14. júní næstkomandi, hefur ítrekað sést sofna í réttarsalnum en sálfræðingur segir það benda til að forsetinn fyrrverandi glími við elliglöp.

Það er Mirror sem greinir frá þessu.

Þar kemur fram að fréttamenn hafi séð Trump oft sofna eða dotta í réttarsalnum, en myndatökur eru ekki leyfðar í salnum, og lögmenn hans ýta við honum til að vekja hann. Síðan hafi liðið nokkrar mínútur þar til hann hafi sofnað á ný og þá lögmennirnir þurft að vekja hann enn einu sinni. Þetta hafi gerst ítrekað.

Sálfræðingurinn John Gartner, sem starfaði í 28 ár við Johns Hopkins-háskóla sem er einn virtasti háskóli Bandaríkjanna og heims á sviði heilbrigðisvísinda, segir Trump einfaldlega ekki geta stjórnað þessu. Hann segir það algengt meðal þeirra sem eru með elliglöp að sofna upp úr þurru um hábjartan dag.

Sjaldgæft sé að sofna í réttarsal

Einhverjir kynnu að velta því fyrir sér hvort Trump leiðist einfaldlega ekki í réttarsalnum eða hann sé þreyttur og sofni þess vegna. Gartner fullyrðir hins vegar að það sé afar sjaldgæft að fólk sem sætir ákæru sofni í réttarsal.

Hann segir hina ákærðu oftast fulla af adrenalíni og geti því þess vegna alls ekki sofnað í réttarsalnum. Þess vegna sé það svo óvenjulegt að ákærður maður sofni í miðjum réttarhöldum. Vill Gartner meina að það sé í raun fáheyrt. Hann segist hafa talað við þó nokkra lögmenn sem hann þekki og þeir hafi allir sagt honum að þeir hafi aldrei upplifað það á sínum ferli að sakborningur sofi á meðan réttarhöld standa yfir.

Það sé þó eitt ef Trump hefði sofnað einu sinni en þar sem það hafi gerst ítrekað sé það merki um að eitthvað sé alls ekki eins og það á að vera.

Gartner telur elliglöp Trump komin á það stig að hann hafi misst stjórn á þeim hluta heilans sem snýr að stjórnun á svefni og vöku. Heili forsetans fyrrverandi og núverandi frambjóðandans hafi einfaldlega hrörnað þetta mikið.

Vilji ekki virðast veikburða

Gartner telur einnig að Trump geri sér grein fyrir að það sé skaðlegt fyrir ímynd hans að sofna ítrekað í réttarsalnum. Þess vegna myndi Trump ekki gera það ef hann hefði einhverja stjórn á því en hann geti ekki haldið sér vakandi.

Gartner segir að Trump viti að um alvarlegt mál sé að ræða. Það sem Trump óttist einna mest sé að líta út fyrir að vera veikburða en það sé einmitt þau áhrif sem að sofna í réttarsalnum hafi.

Trump hefur reynt að draga athyglina frá þessu og veist með orðum að fréttamönnum sem greint hafa frá því að hann hafi sofnað.

Því hefur einnig verið haldið fram að Trump hafi ítrekað leyst vind í réttarsalnum. Það hefur þó ekki verið staðfest.

Gartner vísar í að gert hafi verið mikið grín að meintum viðrekstri Trump, á samfélagsmiðlum og í spjallþáttum, en hann sé annað merki um að forsetinn fyrrverandi og núverandi forsetaframbjóðandi, sé að missa stjórn á líkama sínum. Ítrekaður viðrekstur sé eins og ítrekaðir blundir merki um elliglöp.

Gartner segir að elliglöp sé ástand sem fari hríðversnandi. Þeim sé ekki hægt að stjórna og ekki sé heldur mögulegt að lækna elliglöp. Áhrifin af þeim sé þó stundum mögulegt að milda með réttri meðferð. Hann segir að merkin um að Trump sé haldin elliglöpum eigi eftir að koma oftar í ljós og verða enn óviðráðanlegri og greinilegri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“