fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FréttirPressan

Braust inn og tæmdi vínskápinn en klippti limgerðið, sló garðinn og setti í uppþvottavélina

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er að sjálfsögðu mjög óþægileg upplifun fyrir fólk þegar brotist er inn hjá því enda ömurlegt til þess að hugsa að einhver ókunnugur hafi verið að róta í persónulegum eigum. En þjófarnir eru auðvitað mismunandi eins og aðrir og sumir jafnvel mjög óvenjulegir í háttum. Það á svo sannarlega við í málinu sem hér er til umfjöllunar.

Það var á sunnudaginn sem eigendur sumarhúss í Dyrhave í Aabenraa á Suður-Jótlandi komu í húsið og sáu að búið var að brjótast inn. En þetta innbrot sker sig úr fjöldanum því svo sérstakt var atferli innbrotsþjófsins.

TV Syd skýrir frá því að innbrotsþjófurinn hafi spennt upp glugga og komist inn í húsið. Hann lagðist greinilega til svefns í hjónarúminu en áður lét hann til sín taka. Hann tæmdi vínskápinn og er ekki annað að sjá en hann hafi drukkið allt áfengið. En hann klippti einnig limgerðið, sló garðinn og setti óhreint leirtau í uppþvottavélina.

Þetta verður nú að teljast ansi óvenjuleg hegðun hjá innbrotsþjófi. En þessi er greinilega mjög óvenjulegur og allt að því kurteis. Hann skildi einnig eftir bréf til húseigendanna en það er á frönsku og þegar þetta er skrifað var lögreglan ekki enn búin að finna einhvern frönskumælandi til að þýða bréfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?