fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sjálfsvíg ungmenna rakin til óhugnanlegs snjallsímaleiks

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 3. september 2018 15:20

Persónan Momo eins og hún birtist þáttakendum. Um er að ræða ljósmynd af japönsku listaverki sem fór í dreifingu í netheimum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf ára stúlka og sextán ára piltur tóku eigið líf með stuttu millibili í bænum Barbosa í Kólumbíu í síðasta mánuði. Lögreglan telur að rekja megi ástæðuna til óhugnanlegs snjallsímaleiks, sem ber heitið Momo, sem hvetur ungmenni til að taka eigið líf.

Slíkir leikir hafa verið í umferð, sá alræmdasti er leikurinn Blue Whale sem sagður var hafa orsök allt að 130 sjálfsvíga ungmenna í Rússlandi á árunum 2016 og 2017. Ekki er hægt að fullyrða um beina orsakatengingu á milli leiksins og ákvörðunarinnar um að taka eigið líf, en í febrúar 2017 fóru tvö ungmenni fram af húsþaki í borginni Irkutsk eftir að hafa spilað leikinn. Sumarið 2017 samþykkti rússneska þingið lög svo sem banna hvatningar til sjálfsvíga á samfélagsmiðlum og lög sem banna að hvetja ungmenni til sjálfsvíga.

Lögreglan í Kólumbíu varar við leiknum.

Blue Whale gengur út á að leysa verkefni á borð við sjálfsskaða og að horfa á ákveðnar hryllingsmyndir, lokaverkefnið er svo að taka eigið líf.

Leikurinn Momo er spilaður í gengum samskiptaforritið WhatsApp og gengur út á að hlýðnast óhugnanlegri persónu, Momo. Momo sendir þátttakendunum skipanir sem verða sífellt verri ásamt því að hóta að leggja bölvun á þátttakendur ef þeir hlýða ekki, að lokum á svo að taka eigið líf.

Lögregla fann leikinn í símum ungmennanna og hvetur nú foreldra og skóla til að vera á varðbergi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks