fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Ragnar Þór inn og Guðmundur Ingi út úr ríkisstjórn – Inga söðlar um

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 19:43

Breytingar hjá Flokki fólksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, verður félags- og húsnæðismálaráðherra og Inga Sæland, formaður, fer í mennta- og barnamálaráðuneytið.

Frá þessu greinir Inga Sæland á samfélagsmiðlum í kvöld. Guðmundur Ingi hættir vegna veikinda en snýr aftur á Alþingi þegar veikindaleyfi hans lýkur.

„Minn góði vinur og baráttujaxl Guðmundur Ingi Kristinsson hefur nú sagt af sér embætti mennta- og barnamálaráðherra af heilsufarsástæðum. Hann gekkst undir stóra opna hjartaaðgerð seint í desember og þarf tíma til að jafna sig og ná fullum kröftum,“ segir Inga í færslu.

Tilkynningin kemur ekki alveg á óvart. Inga var búin að tilkynna það fyrir nokkrum dögum að breytinga væri að vænta á ráðherraliði flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stjórn Eflingar fordæmir framgöngu Bandaríkjanna

Stjórn Eflingar fordæmir framgöngu Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Þórður Snær bendir á svimandi eyðslu stjórnarandstöðunnar – „Eyddu hálfum milljarði í að tapa“

Þórður Snær bendir á svimandi eyðslu stjórnarandstöðunnar – „Eyddu hálfum milljarði í að tapa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“