Mikið fjölmenni er á Austurvelli þar sem samstöðufundur með Palestínu, undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði, hófst kl. 14 í dag.
Fundirnir Þjóð gegn þjóðarmorði eru nú haldnir í öllum landshlutum en aðrir fundir eru á Ráðhústorginu á Akureyri, Silfurtorginu á Ísafirði og í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum; auk þess eru fundir á Húsavík, Hólmavík og í Stykkishólmi.
Þátttakendur í átakinu krefjast þess að þjóðarmorð og ólöglegt hernám í Palestínu verði stöðvað.
Ljósmyndari á DV var á vettvangi á Austurvelli í dag og tók meðfylgjandi myndir.