fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

„Efndu sjónvarpsstöðvarnar gjarnan til hanaats í því skyni að auka áhorf”

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. september 2025 17:30

Sigursteinn Másson. Mynd: Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigursteinn Másson, kvikmyndagerðarmaður, tjáir sig um málefni vikunnar, Kastljósþáttinn á mánudag, þar sem Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra Samtakanna ´78 og Snorri Másson þingmaður Miðflokksins tókust á. Sigursteinn var varaformaður Samtakanna ´78 árin 2005-2006 og var blaðamaður á Bylgjunni og Stöð 2 árin 1991-1996. Segist hann kannast við umræður líkt og fóru fram í Kastljósþættinum, sem Sigursteinn kallar hanaat, í því skyni að auka áhorf.

„Þegar ég var varaformaður Samtakanna 78, í byrjun aldarinnar, efndu sjónvarpsstöðvarnar gjarnan til hanaats í því skyni að auka áhorf. Þá var nokkrum sinnum tveimur formönnum trúfélaga og þáverandi formanni Prestafélags Íslands att gegn okkur, og tók ég stundum slaginn, en þessir miðaldra gagnkynhneigðu menn sáu allt því til foráttu að samkynhneigt fólk fengi að ganga í hjónaband. Þáverandi biskup sagði opinberlega að ef hjónabönd samkynhneigðra yrðu leyfð jafngilti það því að henda hjónabandinu á öskuhaugana.”

Í febrúar árið 2006 bauð Hjörtur Magni Jóhannsson prestur Fríkirkjunnar Sigursteini að halda  og segist Sigursteinn í henni hafa einfaldlega spurt þáverandi biskup við hvað hann væri hræddur.

„Síðan hvenær hafa forréttindahópar í íslensku samfélagi, eða í hvaða samfélagi sem er í veröldinni, þurft að óttast það að minnihlutahópar njóti mannréttinda? Hvenær hafa áunnin mannréttindi minnihlutahópa skert réttindi meirihlutans? Svarið er aldrei. Tilveruréttur fólks, það að fá að vera bara það sem það er, er hvorki hugmyndafræði né kappræðuefni heldur skýr og einfaldur réttur. Tilveruréttur. Púnktur.”

Sigursteinn segir biskupinn, sem þá var Karl Sigurbjörnsson, hafa séð að sér og beðið Sigurstein afsökunar á ummælum sínum. En Sigursteinn rekur að í gegnum söguna hefur takmörkun mannskepnunnar og grimmd birst í tilhneigingunni að kúga og búa til óvin úr minnihlutahópum. 

„Við sáum þetta skýrt í þriðja ríki Hitlers þar sem samkynhneigðir, sígaunar og gyðingar voru gerðir að sérstökum óvinum ríkisins. þýskur almenningur fékk útrás fyrir reiði sína og vonbrigði yfir lífsbaráttu sinni gagnvart þessum hópum sem töldust einfaldlega réttdræpir. Í Bandaríkjunum urðu blökkumenn óvinir ríkisins um leið og þeir kröfðust lágmarks mannréttinda og nær alla tíð, allstaðar hafa samkynhneigðir verið skotspónn haturs og fyrirlitningar og nú er fólk á flótta skotmark.

Þetta er ekkert nýtt. En einmitt af því að þetta er ekkert nýtt er vart til of mikils mælst að við lærum eitthvað af sögunni en endurtökum ekki sama ljóta leikinn, nú gagnvart transfólki.”

Sigursteinn bendir á í færslu sinni þriðjudaginn 2. september að Gulur september hófst á mánudag, 1. september, en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna sameiginlega að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. 

„Af því tilefni lýsir núverandi biskup Íslands, Gudrun Karls Helgudóttir, yfir vonbrigðum með áherslur Kastljóssins. Að það skuli yfirleitt vera boðið upp á slíka umræðu. Á hverju ári svipta yfir fjörutíu Íslendingar sig lífi, mun fleiri en þeir sem látast í bílslysum. Það er dauðans alvara að vega að tilverurétti fólks og hefur nákvæmlega ekkert með tjáningarfrelsi að gera.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Páll Óskar rifjar upp viðtal sem Snorri tók við hann árið 2022

Páll Óskar rifjar upp viðtal sem Snorri tók við hann árið 2022
Fréttir
Í gær

Segja eitt stórt vanta í nýja kanónu sænskrar sögu og menningar

Segja eitt stórt vanta í nýja kanónu sænskrar sögu og menningar
Fréttir
Í gær

Landlæknir bregst við fordómum gagnvart hinsegin fólki – Þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir fylgi félagslegri útskúfun

Landlæknir bregst við fordómum gagnvart hinsegin fólki – Þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir fylgi félagslegri útskúfun