fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Höfrungar nota kúlufiska til að komast í vímu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 22. september 2025 21:30

Höfrungarnir byrjuðu að haga sér mjög undarlega. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfrungar nota svokallaða kúlufiska til þess að komast í vímu. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd.

Myndin var framleidd af breska ríkissjónvarpinu, BBC, og kallast Dolphins: Spy in the Pod. Myndin var gerð af hinum verðlaunaða kvikmyndagerðarmanni John Downer.

Lengi hefur verið vitað að höfrungar eru ein af klárari dýrategundum á þessari jörð en hingað til hefur ekki verið vitað til þess að þeir kunni aðferðir til þess að komast í vímu líkt og menn.

Í einu atriði myndarinnar má sjá unga höfrunga nota svokallaða kúlufiska (e. puffer fish) til þess að komast í vímu. Sést að þeir angra fiskinn til þess hann gefi frá sér eiturefni sem hefur áhrif á taugakerfið.

Þetta eitur getur verið banvænt en í nógu litlum skömmtum veldur það vímu. Í myndinni kemur fram að höfrungarnir virðast hafa áttað sig á þessu og viti hversu stóran skammt þeir þurfi til þess að komast í vímu.

Sjást þeir ýta fisknum á milli sín líkt og hasshausar með pípu. Svo virðast þeir komast í trans.

„Eftir að hafa tuggið kúlufiskinn varlega og rétt hann áfram byrjuðu þeir að haga sér mjög undarlega,“ segir Rob Pilley, einn framleiðanda myndarinnar við dagblaðið Sunday Times. „Þeir flutu með nefið við yfirborðið eins og þeir væru heillaðir af eigin spegilmynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Í gær

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“