fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Kourani verður vísað úr landi þegar hann losnar úr fangelsi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. september 2025 12:22

Mohamad Kourani. Mál hans hefur skapað mikla umræðu um fólk með alþjóðlega vernd sem brýtur af sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alræmdur síbrotamaður, Mohamad Kourani, sem hlaut átta ára fangelsi í fyrra í fyrir manndrápstilraun og fleiri brot, hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd. Þannig getur hann, samkvæmt ákvæðum í lögum um fullnustu refsinga, losnað við helming refsingar sinnar en þarf að yfirgefa landið og má ekki komað hingað aftur í tiltekinn tíma. Vísir greinir frá þessu og segir að endurkomubannið sé 30 ár.

Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Kourani, segir að Kourani hafi ekki áhuga á að snúa aftur til Íslands eftir að hann hefur verið fluttur til Sýrlands, eins og er fyrirsjáanlegt þegar hann hefur lokið afplánun.

Kourani fékk alþjóðlega vernd hér á landi ári 2018 og hefur síðan þá framið yfirgengilegan fjölda af afbrotum. Mál hans varð til þess að unnið hefur verið að þeirri breytingu á útlendingalögum að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd fólks sem fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi í landinu. Hefur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra boðað slíka lagabreytingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja