fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. september 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var greint frá því að síbrotamaðurinn Mohamad Khourani hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd, en hann afplánar nú átta ára dóm sem hann hlaut í fyrra fyrir manndrápstilraun og fleiri brot. Hann hefur hlotið fimm refsidóma hérlendis.

Þetta þýðir að Khourani sem hlaut alþjóðlega vernd, getur, samkvæmt ákvæðum í lögum um fullnustu refsinga, losnað við helming refsingar sinnar en þarf að yfirgefa landið og má ekki koma hingað aftur í tiltekinn tíma, alls 30 ár. Verjandi hans segir hann engan áhuga á að snúa hingað aftur.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, vill fara aðra leið og náða Khourani nú þegar og senda hann úr landi.

Ástæðan er einföld að mati Guðmundar Inga, sem segir að samkvæmt ofangreindu muni Khourani sitja inni hér á landi til ársins 2028, en þá verði hann sendur úr landi og hljóti endurkomubann.

„Ef það á að bíða með brottvísun þar til eftir þrjú ár mun það kosta íslenskt samfélag um hálfan milljarð króna til viðbótar. Nú þegar hefur það kostað íslenska ríkið um 200 milljónir að vista viðkomandi hér á landi og mun þá að óbreyttu bætast við um hálfur milljarður enda mikill mannafli verið settur í þessa eina vistun. Til samanburðar er þarna um að ræða helmingi hærri upphæð en sú viðbót sem ríkisstjórnin ákvað nýverið að veita Fangelsismálastofnun til að mæta rekstrarvanda og halda úti fangavarðaskólanum fyrir næsta ár.“

Bendir Guðmundur Ingi á að hálfur milljarður myndi einnig nægja til að fjármagna starfsemi Afstöðu – réttindafélags í áratug.

„Þessi fjármunir gætu farið í forvarnir, stuðning og raunverulegt öryggi fyrir samfélagið í stað þess að verja þeim í að halda einum einstaklingi í fangelsi árum saman sem hvort sem er verður vísað úr landi og hefur samþykkt endurkomubann. Fyrir utan allt þetta er maðurinn fárveikur einstaklingur sem á ekki að vera í fangelsi. Það eru fá rök sem eru fyrir því að íslenskt samfélag beri slíkan kostnað þegar niðurstaðan liggur fyrir, að hann hafi afsalað sér alþjóðlegri vernd.“

Hvetur Guðmundur Ingi Þorbjörgu Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra til að náða Kourani og senda hann úr landi með endurkomubann „strax á morgun og nota þá fjármuni sem ella munu fara í vistun hans hér á landi í etthvað gagnlegra, eins og til dæmis að styðja við starfsemi Afstöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“