fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. september 2025 13:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnabrot vegna innflutnings á tæplega 200 grömmum af metamfetamín kristöllum, í kjölfar þess að tollverðir fundu efnin í myndaramma í póstsendingu erlendis frá. Efnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi en úr þeim má hafa á bilinu 1.500 til 3.000 neysluskammta.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Annar mannanna er sagður hafa flutt inn efnin og skráð hinn manninn sem móttakanda póstsendingarinnar sem innihélt fíkniefnin. Fékk hann hinn manninn til að sækja póstsendinguna. Afhenti hann honum handskrifaðan miða með tilvísunarnúmeri sendingarinnar, ásamt 5000 kr. fyrir leigubíl, og bað hann um að sækja pakkann á pósthús og hitta sig í kjölfarið.

Síðar sama morgun fór síðarnefndi maðurinn á pósthúsið með leigubíl og fékk pakkann afhentan. Mennirnir hittust á bekk skammt frá stuttu síðar og sendingin skipti um hendur. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir.

Sá sem flutti efnin inn til landsins er einnig ákærður fyrir að hafa haft rúmt gramm af kókaíni í fórum sínum.

Þess skal getið að málið er komið til ára sinna. Meint brot voru framin í maí árið 2021 en ákæra héraðssaksóknara í málinu var gefin út 14. ágúst á þessu ári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Í gær

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina