fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Tveggja ára barn fannst lifandi í ferðatösku

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. ágúst 2025 14:30

Rúta í borginni Auckland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan  í Nýja-Sjálandi hefur handtekið konu grunaða um barnaníð eftir að tveggja ára stúlka fannst á lífi í ferðatösku í farangursrými langferðabíls.

Atvikið átti sér stað á sunnudag þegar bílstjóri rútu frá fyrirtækinu InterCity stöðvaði faratækið  við þorpið Kaiwaka, norðan við Auckland. Farþegi bað um aðgang að farangursrýminu og tók bílstjórinn þá eftir hreyfingu innan í einni töskunni. CNN greinir frá.

Þegar taskan var opnuð kom í ljós að inni í henni var lítil stúlka, sem var mjög heit og greinilega búin að vera lokuð inni um tíma, en virtist annars ómeidd.

Barnið var flutt á sjúkrahús og var þar enn síðdegis á sunnudag að staðartíma.

Konan, sem ekki hefur verið nafngreind, var kærð fyrir vanrækslu og illa meðferð á barni og mun mæta fyrir dóm á mánudag. Ekki fylgir sögunni hvernig konan tengist barninu.

Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst í ljósi þess að skilmálar hjá InterCity-fyrirtækinu segja til um að börn undir þriggja ára aldri ferðast frítt í rútum fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt
Fréttir
Í gær

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“
Fréttir
Í gær

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“

Fjórir lífeyrissjóðir tapa 3 milljörðum króna á falli Play – „Stjórnir sjóðanna, þurfa þær ekkert að svara fyrir svona glórulausar fjárfestingar?“
Fréttir
Í gær

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga

Hryllingur á Ryder Cup – Trumpistar góluðu viðbjóðsleg orð og ógnuðu fjölskyldum evrópskra kylfinga
Fréttir
Í gær

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna

Play hættir starfsemi og 400 manns missa vinnuna
Fréttir
Í gær

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða