fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Tveggja ára barn fannst lifandi í ferðatösku

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. ágúst 2025 14:30

Rúta í borginni Auckland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan  í Nýja-Sjálandi hefur handtekið konu grunaða um barnaníð eftir að tveggja ára stúlka fannst á lífi í ferðatösku í farangursrými langferðabíls.

Atvikið átti sér stað á sunnudag þegar bílstjóri rútu frá fyrirtækinu InterCity stöðvaði faratækið  við þorpið Kaiwaka, norðan við Auckland. Farþegi bað um aðgang að farangursrýminu og tók bílstjórinn þá eftir hreyfingu innan í einni töskunni. CNN greinir frá.

Þegar taskan var opnuð kom í ljós að inni í henni var lítil stúlka, sem var mjög heit og greinilega búin að vera lokuð inni um tíma, en virtist annars ómeidd.

Barnið var flutt á sjúkrahús og var þar enn síðdegis á sunnudag að staðartíma.

Konan, sem ekki hefur verið nafngreind, var kærð fyrir vanrækslu og illa meðferð á barni og mun mæta fyrir dóm á mánudag. Ekki fylgir sögunni hvernig konan tengist barninu.

Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst í ljósi þess að skilmálar hjá InterCity-fyrirtækinu segja til um að börn undir þriggja ára aldri ferðast frítt í rútum fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Í gær

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans