Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir í stöðuuppfærslu um gang stríðsins í Úkraínu að vegna stöðunnar standi rússneski ríkissjóðurinn frammi fyrir mikilli ógn og það sama eigi við um orkubirgðir landsins.
ISW segir að staðan gangi þvert gegn því sem Rússar haldi fram: að landið geti staðist efnahagsþvinganir Vesturlanda og geti fjármagnað stríðsreksturinn til langs tíma.
ISW byggir niðurstöðu sína á grein rússneska miðilsins Kommersant þar sem fram kemur að Rússland „sé á barmi bensínkrísu“ og að heildsöluverð á bensíni sé í sögulegu hámarki.