fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. ágúst 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir félagar Sigurður Már Jónsson og Jón G. Hauksson fara yfir mál símafyrirtækjanna í Hluthafaspjalli sínu, en mikið hefur gengið á að undanförnu á þeim markaði og þar ber óvænt inngrip Fjarskiptastofu á rétti Sýnar á enska boltanum hvað hæst. Það vekur hins vegar athygli hvað markaðsvirði Símans og Nova er miklu hærra en Sýnar og hlýtur það að vekja upp spurningar hjá hluthöfum Sýnar. Eru þeir á réttri leið með fyrirtækið? Félagarnir spyrja sig hvort til greina komi að Nova og Sýn fái að sameinast komi til þess. Þeir telja það fremur ólíklegt. Þessi fyrirtæki tengjast nefnilega í gegnum fyrirtækið Sendafélagið, eiga það félag með jöfnum hlut. Nú, og hvers vegna ekki að taka skrefið lengra? Það er spurning.

„Síminn hann er markaðsvirði í morgun 31 milljarður. Nova er 17,2 milljarðar, en Sýn, þetta stóra og þekkta sem er með langflesta starfsmenn af þessum öllum, er með 6,4 milljarða markaðsvirði. Og við sjáum þá að hagnaður hjá Símanum var á fyrstu sex mánuði ársins 349 en hagnaður Nova var 317. Og við sjáum V/H hlutfallið sem er það markaðsvirði deilt með hagnaður. Þannig að þetta segir okkur að Nova eru með 317 milljónir í hagnað á fyrstu sex mánuðum eða næstum því sama hagnað og Síminn er með.“

Segir Sigurður Már að honum finnist V/H hlutföllin há, án þess að rýna of mikið í þau. Segir Jón að ef virðið er fjórir í einhverju fyrirtæki sé um að ræða mjög lágt markaðsverð, sem bendi til mikillar óvissu í fyrirtækinu. „Það eru bara kauptækifæri í slíku félagi.“

Sigurður Már segir að þegar litið er á Sýn hafi fyrirtækið reynt margt. „Við vorum nú vitni að í orðum Jóns Ásgeirs, sem er stór hluthafi þarna inni, og Sýn kannski á enn eftir að taka einhverjar stórar ákvarðanir um hvað verður gert með félagið.“

Jón segir Skel, stærsta hluthafann, hafa gagnrýnt, að hann sjái ekki almennilega hvað hver eining er að gefa af sér.

„Sýn og Nova eru að vinna svolítið saman í gegnum gagnanetið sitt. Það er samvinna sem vekur athygli mína og ef einhverjar sameiningar væru í gangi eða einhvers konar samvinna frekar þá erum við að horfa til þess að Nova og Sýn séu að tala saman frekar heldur en Síminn og Nova. Og þarna er alveg augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið, sem ég veit ekki. Það eru alltaf tvö, þrjú stór fyrirtæki á öllum mörkuðum. Þess vegna er svolítið erfitt ef þú ert með þrjú fyrirtæki sem eru að keppa, sem eru stór, að sameina tvö þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Í gær

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu