Fyrirtaka var í Gufunesmálinu við Héraðsdóm Suðurlands í morgun. Af fimm sakborningum í málinu skilaði aðeins einn inn greinargerð, Matthías Björn Erlingsson, en hann er ásamt þeim Stefáni Blackburn og Lúkasi Geir Ingvarssyni ákærður fyrir manndráp, frelssviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar.
Við þingfestingu málsins neituðu allir sakborningarnir sök.
Réttarhöldin, aðalmeðferð í málinu, verða við Héraðsdóm Suðurlands, dagana 25. til 28. ágúst.
Málið, sem mikið hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum, varðar andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára gamals manns, sem numinn var á brott frá heimili sínu í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn. Hann fannst þungt haldinn í Gufunesi að morgni 11. mars og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Hjörleifur hafði þurft að þola miklar misþyrmingar um kvöldið og nóttina en var síðan skilinn eftir ósjálfbjarga á víðavangi í Gufunesi.
Auk þriggja áðurnefndra sakborninga er ung stúlka sökuð um hlutdeild í frelsissviptingu og ráni, og ungur piltur ákærður fyrir peningaþvætti.
Ítarlega var fjallað um málið á dv.is um helgina, í einkaviðtali við einn sakborninganna: