fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 6. júlí 2025 09:00

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og oddviti Samfylkingar og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í borginni í nýrri skoðanakönnun Maskínu þá er fylgi flokksins á meðal tekjulægsta hópsins minna en Sósíalista og Vinstri grænna. Flokkur fólksins nýtur næst mest fylgis tekjulægstra.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í greiningu á ýmsum þáttum könnunar sem Maskína gerði fyrir DV. En spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík í dag.

VG njóta kvenhylli en Píratar karlhylli

Þegar niðurstöðurnar eru greindar eftir kynjum sést að tiltölulega lítill munur er á fylginu hjá flestum flokkum. Sjá má að Sjálfstæðisflokkurinn njóti meira fylgis karla, það er 27,2 prósent á móti 23,4 prósentum kvenna sem og Píratar, það er 6,6 prósent á móti 4,8.

Mestur munur er hjá Flokki fólksins. 6,4 prósent kvenna styðja hann en aðeins 3,3 prósent karla. Vinstri græn njóta einnig meiri kvenhylli en karlhylli, það er 6,8 prósent á móti 4,7.

Sjálfstæðisflokkurinn vinsæll hjá öldruðum

Líkt og kynjadreifingin er aldursdreifing á fylgi Samfylkingarinnar nokkuð jafnt. Sömu sögu er ekki að segja um aldursdreifingu hjá Sjálfstæðisflokknum. Aðeins 14,5 prósent fólks undir þrítugu hyggst kjósa Sjálfstæðisflokkinn en 34,9 prósent fólks yfir sextugu.

Viðreisn, Sósíalistar, Píratar og Vinstri græn njóta almennt meira fylgis hjá yngra fólki en Miðflokkurinn hjá eldra fólki. Fylgi Framsóknarflokksins er dreifðara og Flokkur fólksins nýtur einna mests stuðnings hjá fólki á fertugs og fimmtugsaldri.

Flokkur fólksins sterkur hjá tekjulágum

Þegar litið er til tekna sést fyrsta glompan hjá Samfylkingu, sem nýtur aðeins 11 prósenta fylgis hjá tekjulægsta hópnum. Það er fólks með heimilistekjur innan við 550 þúsund krónur.

Í þeim tekjuhópi er Flokkur fólksins hins vegar sterkur, með 22,9 prósenta fylgi, næst mest á eftir Sjálfstæðisflokknum sem hefur 28,7 prósent. Samfylkingin er aðeins í fimmta sæti í þessum tekjuhóp því að Sósíalistar og Vinstri græn eru einnig með meira fylgi.

Samfylkingin er hins vegar með mjög sterka stöðu hjá fólki með millitekjur, það er allt að 40 prósentum í sumum tekjuhópunum.

Hjá tekjuhæsta hópnum, með 1,6 milljón króna eða meira í heimilistekjur, er Sjálfstæðisflokkurinn vinsælastur með 29,6 prósenta fylgi. Samfylkingin er með 27 prósenta fylgi hjá þessum hóp, Viðreisn með 20,8 prósent en aðrir með undir 6 prósentum.

Háskólamenntaðir styðja Samfylkingu

Þegar litið er til menntunar sést að fylgi Samfylkingarinnar eykst með hærra menntastigi. 17,4 prósent þeirra sem hafa aðeins lokið grunnskólaprófi styðja Samfylkinguna en 36,6 prósent háskólamenntaðra.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins er mest hjá þeim sem hafa lokið framhaldsskóla eða iðnprófi, það er 30,8 prósent.

Hjá flestum öðrum flokkum er fylgið eftir menntunarstigi nokkuð jafnt. Nema Miðflokkur og Flokkur fólksins eru vinsælli hjá minna menntuðum.

Sjá einnig:

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Mikil munur á austur og vesturborg

Að lokum má nefna að fylgið var greint eftir þremur borgarhlutum. Það er Miðborg/Vesturbær, Hlíðar/Laugardalur/Háaleiti/Bústaðir og Reykjavík austan Elliðaáa.

Samfylking nýtur mun meira fylgis í tveimur fyrrnefndu borgarhlutunum en hefur aðeins 20,4 prósenta fylgi í úthverfunum.

Þar er Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur, það er með 34,8 prósenta fylgi, en hefur aðeins 18,4 prósenta fylgi í miðborg og Vesturbæ og munar litlu á honum og Viðreisn í þeim borgarhluta.

Píratar hafa mest fylgi í miðborg og vesturbæ en Miðflokkurinn mælist varla þar.  Miðflokkurinn á nánast allt sitt fylgi austan Elliðaáa.

Könnunin var framkvæmd fyrir DV og mælir fylgi flokka í Reykjavík. Könnunin fór fram 20. til 30. júní. Svarendur voru 1.035.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um