„Þetta var ótrúleg vika á Íslandi! Laxveiði, ótrúlegar minningar og ljúffengur matur! Til hamingju með alla frábæru veitingastaðina í Reykjavík“,
segir breski sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay, sem sótti landið enn og aftur heim síðastliðna viku.
Í færslu á Facebook deilir Ramsay myndum frá laxveiðinni og heimsókn sinni á veitingastaðina Skál, á Njálsgötu á horni Klapparstígs, og Lólu, Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11.
Einnig heimsótti hann Þrastarlund.
Sjá einnig: Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“