fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílastæðamál, gjöld fyrir þau og rukkun vegna ósýnilegra bílastæðagjalda, þjónustugjöld og fleira eru neytendum hugleikin og sér í lagi bílaeigendum.

DV hefur reglulega fjallað um bílastæðamálin, nú síðast:

Sjá einnig: Rukkað fyrir bílastæði á að minnsta kosti 38 ferðamannastöðum – Sjáðu listann og verðin

Sjá einnig: Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Í gær hafði Freyr Ólafsson framkvæmdastjóri Parka samband og segir hann ferðamannabylgjuna og þéttingu byggðar hafa breytt miklu hér á landi undanfarin ár. 

Fleiri og fleiri eigendur vilja stýra aðgangi að sínum stæðum og svæðum, gera betur við sína gesti og hafa kallað Parka og fleiri til aðstoðar. Breyting sem þessi tekur skiljanlega á allt samfélagið og það heyrum við nú enduróma,“ segir Freyr.

Rétt er að benda á að fjölmörg fyrirtæki sjá um bílastæði víðs vegar um landið, ekki einungis Parka, þó nafn þess fyrirtækis heyrist kannski oftast í umræðunni, enda hægt að nota app Parka mjög víða.

Í ljósi umræðu undanfarið vill Parka skýra nokkra hluti, sem virðist gæta misskilnings um:

  • Parka er ekki eigandi neinna bílastæða.
  • Eigendur bílastæðanna taka sjálfir ákvörðun um gjaldtöku og verðskrá.
  • Markmið stæðaeigenda með aðgangsstýringu og gjaldtöku eru mismunandi sem annað hvort snúa að uppbyggingu og/eða aðgangsstýringu.
  • Parka er þjónustufyrirtæki sem svarar fyrir hönd eigenda bílastæða.

Það þarf vart að taka fram að notendur eru Parka allt. Óheppilegar uppákomur þar sem gestir greiða há gjöld vegna misskilnings eða mistaka eru ekki aðeins vondar fyrir gestina, heldur einnig fyrir Parka. Við erum í sama liði og neytendur.

Verkefni okkar sem störfum í þessum geira er að útskýra enn betur einfalda og bæta með þarfir neytenda í huga. Parka er ungt tæknivætt íslenskt þjónustufyrirtæki sem sækir styrk sinn í einmitt það að geta brugðist hratt við ábendingum, breyta og bæta, viðskiptavina okkar vegna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin