fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Trump opnar á „beinbrjótandi“ refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. maí 2025 03:15

Hvað gerir Trump í þessu máli?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump vill gjarna koma á friði í Úkraínu en virðist ekki miða mikið áfram í tilraunum sínum til að koma á friði.

Í nýlegu viðtali við NBC sagðist hann vilja að friðarsamningur verði undirritaður. „Við teljum að við séum nærri því og að við munum bjarga mörgum mannslífum,“ sagði hann.

Hann var spurður hvort hann muni styðja lagafrumvarp, sem Lindsey Graham þingmaður Repúblikana, stendur á bak við. Samkvæmt frumvarpinu verða nýjar refsiaðgerðir settar á Rússland og 500% tollur á innflutning frá löndum sem kaupa olíu, gas eða úran frá Rússlandi.

Trump sagði að stuðningur hans við frumvarpið velti á hvort Rússlandi þokist í átt að friði eða ekki.

Lindsey Graham, í samvinnu við Demókratann Richard Blumenthal, kynnti refsiaðgerðapakkann í apríl og hafa þeir síðan aflað stuðnings 72 þingmanna í öldungadeildinni við hann en þar sitja 100 þingmenn.

Graham hefur lýst refsiaðgerðunum sem „beinbrjótandi“ og að þær geti hjálpað Trump við að koma á friði.

Samkvæmt tillögunni verður refsiaðgerðum og tollum blandað saman.

500% tollur verður lagður á innflutning á vörum til Bandaríkjanna frá löndum sem kaupa olíu, gas og úran frá Rússlandi.

Þetta myndi koma illa niður á Evrópu sem kaupir enn mikið af eldsneyti og úrani frá Rússlandi.  Það stendur þó til að hætta þeim viðskiptum alfarið innan ekki svo langs tíma.

En lönd á borð við Indland, Kína og Tyrkland myndu einnig finna fyrir 500% tollinum því þau kaupa mikið af olíu frá Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð