fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fréttir

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. maí 2025 08:00

Kísilver PCC á Bakka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstrarstöðvun er sögð yfirvofandi hjá PCC BakkaSilicon hf. á Húsavík en fyrirtækið framleiðir kísilmálm sem seldur er til útlanda. Kári Marís Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að útlitið sé mjög dökkt.

„Staðan er mjög erfið og þung. Markaðirnir eru ákaflega daprir og verðið er mjög lágt og hefur lækkað það sem af er þessu ári. Við erum að glíma við tiltölulega háan kostnað, verksmiðjan er frekar ný, en aðalmálið er að markaðirnir eru skelfilegir,“ segir hann við Morgunblaðið.

Í frétt blaðsins er greint frá því að Kári hafi gengið á fund byggðarráðs Norðurþings fyrir skemmstu og gert grein fyrir erfiðri stöðu fyrirtækisins. Starfsmenn eru nú 130 en fyrirtækið skapar einnig afleidd störf á svæðinu og því yrði það mikið högg ef starfsemi myndi leggjast af.

„Ef ekk­ert batn­ar á næstu vik­um er ekk­ert annað í stöðunni en að klára það hrá­efni sem fyr­ir ligg­ur og taka síðan ein­hvers kon­ar rekstr­ar­stöðvun, en eng­in end­an­leg ákvörðun hef­ur verið tek­in um það. En út­litið er mjög dökkt,“ seg­ir Kári í viðtalinu. Hann segir einnig að tollastríð Trumps Bandaríkjaforseta hafi ekki hjálpað til og samkeppni frá Kína sé heldur ekki að hjálpa fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu
Fréttir
Í gær

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar
Fréttir
Í gær

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu
Fréttir
Í gær

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Í gær

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“