fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Hjalti Snær sá sem fannst milli Engeyjar og Viðeyjar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. maí 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkið sem fannst í sjón­um milli Eng­eyj­ar og Viðeyj­ar 13. maí síðastliðinn er af Hjalta Snæ Árna­syni, 22 ára. Móðir hans, Gerður Ósk, staðfestir það við Mbl.is. Hjalta hafði verið saknað síðan seinni hluta mars­mánaðar.

„Ég fékk símtal í dag þar sem mér er tjáð að líkfundurinn milli Engeyjar og Viðeyjar um daginn er Hjalti Snær okkar. Elsku kallinn okkar sem elskaði náttúruna og „Óvitana“. Sem vildi öllum vel og reyndi svooo mikið að hjálpa okkur öllum. Við erum þakklát fyrir að við þurfum ekki að bíða í fleiri vikur eftir því að kennsl sé borið á hann og við fáum hann heim sem fyrst. Kærleikskveðjur til ykkar og knúsið hvort annað,“

skrifar móðir hans, Gerður Ósk Hjaltadóttir, í færslu á Facebook.

Hjalti Snær, sem var á einhverfurófi og hafði verið veikur í á annað ár, gekk í sjó­inn við Kirkju­sand í Reykja­vík í seinni hluta mars­mánaðar. Hann hefði orðið 23 ára 9. maí.

Í viðtali við Mbl.is 8. maí síðastliðinn sagði Gerður Ósk að fjölskylda Hjalta Snæs hefði hrint af stað styrktarverkefni og að þau vildu að saga hans yrði til að hjálpa öðrum. Draum­ur fjöl­skyld­unn­ar er að hægt verði að setja á stofn ein­hvers kon­ar sjálf­bært sam­fé­lag sem væri fyr­ir­byggj­andi fyr­ir ungt fólk í spor­um Hjalta Snæs. Fólk sem hafi sterka teng­ingu við nátt­úr­una og hefði meiri mögu­leika á end­ur­hæf­ingu í slíku um­hverfi en venju­legu stofn­ana- og spít­alaum­hverfi. Það hefði verið úrræði sem hefði passað Hjalta Snæ vel.

Gerður Ósk sagði að sonur hennar hefði verið greind­ur með Asp­er­ger-heil­kenni ef sú þroskarösk­un væri enn notuð. Í dag séu börn eins og Hjalti Snær, sem séu vel fún­ker­andi og með mik­inn vits­muna­leg­an þroska, en fóta sig ekki í þessu venju­lega sam­fé­lagi, ein­fald­lega greind á ein­hverfurófi.

Hjalti Snær fékk enga þjónustu á Akureyri vegna veikinda sinna, engin endurhæfing er þar í boði. Hjalti Snær fékk inni á Laug­ar­ási, snemmí­hlut­un fyr­ir ungt fólk með geðrofs­sjúk­dóma. Segir móðir hans hann hafa komist inn þar of seint.

Hún seg­ir Hjalta Snæ hafa kallað ít­rekað á hjálp en ein­hvern veg­inn eins og fólk hafi ekki heyrt. Seg­ir hún eng­an hafa sýnt syni sín­um áhuga og hann hafi ein­hvern veg­inn ekki alltaf fundið til­gang.

Lesa má viðtalið á Mbl.is hér og sjá númer styrktarreiknings.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík
Fréttir
Í gær

Mannbjörg varð þegar bátur strandaði fyrir utan höfnina á Rifi í morgun

Mannbjörg varð þegar bátur strandaði fyrir utan höfnina á Rifi í morgun
Fréttir
Í gær

Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi

Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi