fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu kom snákum fyrir kattarnef

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. maí 2025 14:22

Þessir snákar fundust í heimahúsi á Höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Facebook-síða Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í tilkynningu á Facebook að nýlega hafi þurft að leggja hald á tvo snáka sem voru haldnir sem gæludýr í heimahúsi. Segir í tilkynningunni að aðeins ein leið hafi verið fær í stöðunni:

„Það er ýmislegt sem getur komið upp á vaktinni og lögreglumenn þurfa að vera við öllu búnir. Að eiga við snáka er ekki daglegur viðburður, en gerist endrum og eins. Þessir tveir fundust í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu og voru haldlagðir, en hér er um að ræða brot á lögum um innflutning dýra. Í framhaldinu voru gerðar viðeigandi ráðstafanir, en í því felst að lóga og farga dýrum sem þessum.“

Færslan fær misjafnar undirtektir í athugasemdum og sumir telja tíma til komin að leyfa slík dýr á Íslandi:

„Hér í Noregi eru snákar og slöngur af ýmsu tagi, vinsæl og lögleg gæludýr. Ég vona að Ísland geti nú skriðið útúr þessum höftum einhverntímann. Gott og gaman að hafa svona gæludýra fjölmenningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Í gær

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“