fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríflega 44% þátttakenda í könnun Gallup hér á landi eru hlynntir því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB) en hátt í 36% andvígir.

Um var að ræða netkönnun sem gerð var dagana 7. til 16. mars síðastliðinn. Heildarúrtaksstærð var 1.742 og þátttökuhlutfall var 47,2%.

Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að þetta sé svipað hlutfall og þegar spurt var fyrir þremur árum, en þá hafði stuðningurinn verið að aukast.

Bent er á að fyrir fimmtán árum voru 26% hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir ellefu árum 37% og fyrir þremur árum 47%. Munur á hlutfalli þeirra sem eru hlynntir aðild núna og fyrir þremur árum er ekki tölfræðilega marktækur.

Þeim hefur fækkað sem eru alfarið andvígir aðild en fjölgað sem eru alfarið hlynntir aðild. Þannig voru 26% alfarið andvíg árið 2010 en 17% árið 2025. Árið 2010 voru 7% mjög hlynntir aðild en 2025 voru það 14%.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru frekar hlynntir því en íbúar landsbyggðarinnar að Ísland gangi í ESB. Fólk með háskólamenntun er sömuleiðis frekar hlynnt því en fólk með minni menntun að baki.

Þau sem kysu Viðreisn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru helst hlynnt inngöngu Íslands í ESB og þá þau sem kysu Samfylkinguna. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn eru helst andvíg inngöngu Íslands í ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“