fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 18:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að spennan sé að magnast fyrir þætti Kveiks í kvöld þar sem fjallað verður um ævintýralegar deilur íslenskra auðmanna sem urðu meðal annars til þess að þekktir Íslendingar urðu vikum saman hundeltir og í borg og bý.

RÚV hefur nú hitað upp fyrir þáttinn og afhjúpað að eftir að fyrirspurn barst frá Kveik til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins hefur einn varðstjóri hjá umferðardeildinni verið leystur undan vinnuskyldu.

Sá mun vera grunaður um að hafa setið um heimili og vinnustaði fólks, elt það og safna um það persónuupplýsingum, samhliða skyldustörfum fyrir lögregluna. Kveikur segir að um sé að ræða háleynilegar njósnaaðgerðir sem lögreglumaðurinn fékk greitt fyrir án vitundar yfirmanna sinna.

Fyrirtækið sem skipulagði njósnirnar var stofnað af tveimur fyrrverandi lögreglumönnum. Þetta fyrirtæki fékk svo varðstjórann til að framkvæma svokallaða skyggingu, eða að sitja um heimili og vinnustaði fólks og skrásetja ferðir þess. Lögreglumaðurinn hafði aðgang að upplýsingakerfi lögreglunnar LÖKE sem hefur að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar.

Umræddur varðstjóri er enginn nýgræðingur heldur á að baki áratugaferil hjá lögreglunni þar sem hann hefur meðal annars starfað hjá sérveit ríkislögreglustjóra.

Mál hans er nú komið til ríkissaksóknara sem mun meta hvort um refsiverða háttsemi sé að ræða.

Nánar verður fjallað um málið í Kveik í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið