fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Svava Kristín hættir hjá Stöð 2 – „Mér líður smá eins og ég sé að skrifa minningargrein“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 8. mars 2025 15:11

Svava Kristín er á leið til Eyja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona á Stöð 2 hefur ákveðið að hætta störfum. Hún mun flytja til Vestmannaeyja og ætlar að einbeita sér að móðurhlutverkinu.

Svava Kristín greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum í dag.

„Þá er það upptalið af sporti frá mér að sinni, þangað til næst, hafið það sem allra best. Á þessum orðum endaði ég sportpakkana mína í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í þetta skiptið eiga þessi orð vel við því ég hef unnið mína síðustu vakt á Stöð 2,“ segir hún í færslunni. „Það var ótrúlega erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun, ég ætlaði mér alltaf að snúa aftur á skjáinn að fæðingarorlofi loknu. Þetta er eitthvað svo miklu meira og skemmtilegra en bara vinna.“

Í maí verða 10 ár síðan Svava Kristín las sinn fyrsta íþróttafréttatíma á Stöð 2, en hún hefur unnið hjá 365, Vodafone og Sýn mest allan sinn feril með stuttum stoppum hér og þar.

„Mér líður smá eins og ég sé að skrifa minningargrein, ég er svo sorgmædd en á sama tíma svo þakklát fyrir allan þennan tíma á Stöð 2. Þetta var drauma vinnan mín en í dag er ég að sinna drauma hlutverkinu, að vera mamma, einstæð móðir í Reykjavík með ekkert leikskólapláss og allt baklandið í Vestmannaeyjum. Það þýðir bara eitt, ég er á leiðinni heim,“ segir hún.

Að lokum segir Svava Kristín að hún stefni á að snúa aftur á skjáinn í einhverri mynd í framtíðinni. En hennar hefðbundna starf hjá Stöð 2 sé lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“