fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Andra Snæ brugðið þegar hann fletti nafninu sínu upp

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. mars 2025 11:30

Andri Snær Magnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Snær Magnason, rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir farir sínar ekki sléttar eftir að hann fletti nafninu sínu upp í gagnagrunni sem aðgengilegur er á vef fréttamiðilsins The Atlantic.

Fréttamiðillinn hefur fjallað um notkun Meta, móðurfélags Facebook, á Library Genesis (LibGen) til að þjálfa gervigreindarlíkön sín.

Birti miðillinn á dögunum umfjöllun sem varpaði ljósi á umfang málsins og gerði lesendum einnig kleift að slá inn nöfn rithöfunda og hvaða verk eftir þá hafa verið notuð. Birti hann skjáskot af sínum niðurstöðum máli sínu til stuðnings og sagði:

„Hér sést að META þessi síða hér – hefur stolið að minnsta kosti tíu bókum frá mér til að þjálfa gervigreindarmódelið mitt. Þau notuðu sjóræningjasíðu og tróðu bókunum inn í svartholið sitt. Ef þið hittið Mark Z megið þið gjarnan ræna hverju sem er frá honum. Húfu, brimbretti, kóða. Ykkar er valið. Nei djók – það væri í alvöru ráð fyrir útgefendur heimsins að senda honum reikning upp á milljarð dollara. Já og írónían að skrifa þetta hér frítt,“ sagði Andri Snær.

Blaðamaður sló að gamni inn fleiri íslenskum rithöfundum og má til dæmis sjá að verk eftir höfunda á borð við Halldór Laxness, Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur hafa einnig ratað þangað inn.

Færsla Andra Snæs vakti talsverða athygli og lögðu margir orð í belg undir henni. „Andstyggð,“ sagði til dæmis Egill Helgason fjölmiðlamaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil