fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Trausti segir okkur hafa sloppið með skrekkinn í byrjun mánaðar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. mars 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að í sjávarflóðunum sem urðu á dögunum sunnanlands hefði getað farið mun verr. Sjávarstaða var mjög há en á sama tíma var veður ekki sérstaklega slæmt og því megi segja að við höfum sloppið með skrekkinn.

Þetta segir Trausti í samtali við Morgunblaðið í dag. Sjór gekk á land í byrjun mánaðar og varð til dæmis mikið tjón í Sandgerði og þá flæddi sjór og grjót yfir varnargarða í Reykjavík.

Sjá einnig: Guðmundur varar við: Heilt byggðarlag þurrkaðist út á einni nóttu – „Öflugir stormar munu verða tíðari“

Trausti segir í samtali við Morgunblaðið að aukin byggð við strandlengjuna þýði að Íslendingar þurfi að vera viðbúnir meira tjóni af völdum sjávargangs.

„Þótt strandvarnir hafi batnað mjög mikið, sérstaklega í kringum hafnir, hafa fjárfestingar í kringum strandsvæði aukist meira en sjóvarnir. Þess vegna er það óhjákvæmilegt að það verði meira tjón í framtíðinni vegna sjávargangs, jafnvel þótt veður breyttist ekki neitt. Síðan þegar teknar eru veðurfarsbreytingar inn í myndina líka er staðan enn verri. Umfang tjóns gæti verið margfalt meira ef hvassviðri væri meira og loftþrýstingur lægri,“ segir hann í samtali við blaðið.

Í þeim flóðum sem urðu á dögunum var veður í raun ekki það slæmt og segir hann til dæmis að ef engin byggð hefði verið komin á þessi svæði er óvíst að nokkur hefði tekið eftir tjóni.

„En það er farið með hús og annað al­veg ofan í flæðar­mál í dag og þá eykst hætt­an á tjóni sök­um sjáv­ar­gangs,“ segir Trausti sem rifjar einnig upp sjávarflóð sem urðu árið 1991 á sunnan- og vestanverðu landinu og varð mikið tjón af völdum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Í gær

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Í gær

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað