fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. febrúar 2025 18:30

Ragnar Rúnar Þorgeirsson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Rúnar Þorgeirsson lenti í aðstæðum aðfararnótt þriðjudags, sem hann óskar engum að lenda í. Ragnar sem er 74 ára síðan í nóvember lá ósjálfbjarga á gólfinu heima hjá sér og gat enga björg sér veitt, þar til hann gat loksins hringt í 112 og fengið aðstoð.

Í færslu sem hann skrifaði á Facebook segir hann frá atvikinu sem hann kallar sjálfur ævintýri og hvetur þá sem búa einir líkt og hann til að verða sér úti um öryggistæki.

„Í nokkrar vikur þá hef ég sofið í hægindastólnum, af því að ég fæ alltaf slæmsku í bakið að sofa í rúminu mínu. Ég ákvað þá að sofa í rúminu mínu og láta mig hafa það, fór að sofa kl. 23, og var búinn að sofa í klukkutíma, þegar ég ákvað að fara í hægindastólinn, því ég fékk slæmsku í bakið,“ segir Ragnar.

Hann fór fram úr, féll i gólfið og gat ekki reist sig á fætur, og ákvað að skríða að hægindastólnum. Þegar hann kom að honum þá gat hann ekki komið sér í hægindastólinn af því að gólfið var svo sleipt. Hélt hann að það væri vegna laxerolíu sem hann notar á andlitið, en um var að gel sem Ragnar setur undir lappirnar þegar hann notar fótastuðtækið sitt.

„Ég reyndi og reyndi að komast upp í hægindastólinn en ekkert gekk. Ég held að ég hafi ofreynt mig. Ég sofnaði þess á milli og svaf í 8 tíma. Ég lá þarna á maganum í 8 tíma alveg bjargarlaus og fann mikið fyrir einmannaleikanum. Að liggja svona á gólfinu í 8 tíma bjargarlaus. Ég skall tvisvar í gólfið á nefið og fékk bullandi blóðnasir, og það var allt í blóði. Eg fann ekki símann minn og vissi ekkert hvað klukkan var,“ segir Ragnar.

Náði loksins að hringja í 112

Um klukkan átta um morguninn komst hann loksins upp í stólinn og segist hafa verið alveg steinuppgefinn.

„Þá loksins fann ég símann og hringdi ég í 112. Þeir komu tveir á sjúkrabíl og tvær löggur. Það var læst og ég gat ekki opnað fyrir þeim. Svo loksins gat ég staulast til að opna fyrir þeim, og þeir komu og spurðu mig spjörunum úr. Ég var svo uppgefinn að ég var þvoglumæltur. Þeir hafa ábyggilega haldið að ég væri undir áhrifum og sögðu mér bara að leggja mig, og ég var eins og lítill strákur og jánkaði því.“

Ragnar segist ekki hafa verið búinn að taka verkjalyf í 12 tíma, svo það var ekki ástæðan fyrir þvoglumælginni.

„Ég bara ofreyndi mig og var uppgefinn, þess vegna var ég þvoglumæltur. Það var á þessum tímapunkti sem ég ákvað að sækja um neyðarhnappinn,“ segir Ragnar

Hvetur þá sem búa einir að sækja um neyðarhnapp

Segist hann hafa ákveðið að deila atvikinu svo aðrir sem búa einir eins og hann hugsi sig ekki tvisvar um að fá sér neyðarhnapp í gegnum heimilislækni. 

„Hugsið ykkur ef maður fær hjartaáfall og dettur í gólfið, og getur ekki hreyft sig, þá er svo gott að hafa neyðarhnapp um hálsinn og geta ýtt á takkann, og málið leyst, eða þannig.  Ef þessi grein hjálpi þó það væri ekki nema einum manni, þá er tilganginum náð. Langaði svo að segja ykkur þetta, ef það hjálpar einhverjum. Guð veri ávallt með ykkur. Ég er búinn að vera í áfalli síðan þetta gerðist og hef verið að átta mig á því hvað hafi í raun gerst.“

Ragnar segir í samtali við DV að hann sé búinn að senda skrif sín til Öryggismiðstöðvarinnar og sækja um öryggishnapp. „Svo fer ég til heimilislæknis 13. febrúar og bið hann að sækja um til Sjúkratrygginga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað