fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk Landspítalans fékk í gær tilkynningu þess efnis að ekki sé veitt launað leyfi þann tíma sem starfsfólk spítalans þurfi að vera heima hjá börnum sínum vegna verkfallsaðgerða í leik- og grunnskólum.

Boðið er upp á þrjá möguleika fyrir starfsmenn sem verða fyrir áhrifum af verkfallinu. Hægt er að nýta orlofsdaga í samráði við yfirmann. Starfsmaður getur í öðru lagi tekið launalaust leyfi þá daga sem viðkomandi þarf að vera heima með börnum sínum. Einnig er að hægt að leysa málið með breytingu á vöktum í samráði við stjórnanda.

Samkvæmt heimildum DV er margt starfsfólk mjög uggandi vegna ástandsins og óttast tekjutap ef verkföll dragast á langinn, sérstaklega foreldrar barna á leikskólum sem eru allt of ung til að hægt sé að skilja þau eftir ein heima. Bent er á að foreldrar ungra barna sem starfa á spítalanum hafi mismikið bakland hvað varðar barnagæslu en megi ekki við tekjutapi vegna verkfallsins, m.a. vegna húsnæðislána. Starfsfólkið hefur skilning á þessari afstöðu spítalans en staðan sé mjög alvarleg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“