fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 13:49

Viðreisn rís en Flokkur fólksins dalar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Flokks fólksins dalar um 2,5 prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Viðreisnar rís um 2,4 og samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nær óbreytt.

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn með 21,7 prósent, í janúar. Það er 0,3 prósentum meira en í síðustu könnun sem gerð var í desember.

Viðreisn fer úr 13,8 prósentum í 16,2 en Flokkur fólksins lækkar úr 13,1 í 10,6 prósent. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er 48 prósent og hækkar lítillega á milli mánaða. Nær 69 prósent styðja ríkisstjórnina.

Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 20,5 prósent en var með 20,1 fyrir mánuði. Er það því bæting um 0,4 prósent.

Fyrir utan Sósíalistaflokkinn hækka aðrir flokkar lítillega. Miðflokkurinn mælist með 12,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 6,7 og Píratar með 3,5 prósent. Sósíalistar lækka úr 6 prósentum í 5,2. Vinstri græn mælast með um 2 prósent.

Könnunin var gerð 2. janúar til 2. febrúar. Heildarúrtak var 10.908 og svarhlutfall 48,6 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Í gær

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara