fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Íslendingur með farangurinn stútfullan af sterkum lyfjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 12:30

Oxycontin var á meðal fjölmargra lyfjategunda sem Ísak flutti til landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært 39 ára gamlan Íslending fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Maðurinn kom hingað til lands með flugi frá London með millilendingu á Tenerife, föstudaginn 17. nóvember árið 2023. Í farangri hans fannst mikið magn af svefnlyfjum, róandi lyfjum og ópíóðum. Nánar til tekið fundust eftirfarandi lyf í farangri mannsins: 167 stykki af Metylfenidat Actavis, 587 g af Stilnoct, 674 stykki af Zopiklon Mylan, 80 stykki af Metyl Fenidat Actavis, 90 stykki af Metylfenidat Actavis, 42 stykki af OxyContin, 52 stykki af Tafil og 207 stykki af 60 mg Medikinet.

Lyfin voru ætluð til dreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Málið gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, mánudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”
Fréttir
Í gær

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“