fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Reykjanesbær í lausafjárvanda

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 16:30

Ráðhús Reykjanesbæjar. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á reglubundnum fundi sínum í morgun að sveitarfélagið myndi leita eftir skammtímafjármögnun, með höfuðstól allt að einum milljarði króna, vegna tímabundins lausafjárvanda. Er vandinn til kominn af þeirri ástæðu að í þessum mánuði er byrjað að innheimta fasteignagjöld vegna þessa árs og hægst hefur töluvert á fjárstreymi inn á reikninga sveitarfélagsins síðan innheimtu fasteignagjalda fyrir síðasta ár lauk í nóvember á síðasta ári.

Vegna málsins mætti Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs á fundinn í morgun og lagði fram tilheyrandi minnisblað.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í kjölfarið að óska eftir skammtímafjármögnun að höfuðstól allt að 1.000.000.000 króna með lokagjalddaga þann 15. janúar 2026. Einnig samþykkti bæjarráð að óska eftir framlengingu á lánasamningi sem er á gjalddaga 28. febrúar næstkomandi. Það kemur ekki fram í fundargerð bæjarráðs hversu hár höfuðstóll þess lánasamnings er.

Í fundargerðinni segir að þessari skammtímafjármögnun sé ætlað að brúa bil þar til jafnvægi komist á dreifingu fjárstreymis en fasteignagjöld séu innheimt frá febrúar til nóvember ár hvert og komi því fall í fjárstreymi í desember og janúar um 700 milljónir króna.

Ekki er að sjá annað á fundargerðinni en að þetta hafi verið samþykkt af öllum fulltrúum í bæjarráði, bæði minni- og meirihluta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot
Fréttir
Í gær

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“