fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Önnur kanóna yfirgefur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 14:16

Kristín Ólafsdóttir. Mynd: Stjórnarráðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Ólafsdóttir, sem starfað hefur á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar frá árinu 2017, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra.

Kristín er önnur kanónan sem yfirgefur fréttastofuna í þessari viku, en á þriðjudag var greint frá því að Heimir Már Pétursson hefði verið ráðinn upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Kristín sé með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands. Á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur hún meðal annars sinnt fréttaskrifum á Vísi, flutt fréttir í sjónvarpi og útvarpi, haft umsjón með fréttatímum, stýrt umræðuþáttum og sinnt dagskrárgerð sem einn umsjónarmanna dægurmálaþáttarins Ísland í dag.

Þá var hún áður pistlahöfundur á Fréttablaðinu og hefur setið í stjórn Blaðamannafélags Íslands frá 2023. Kristín mun hefja störf í lok febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa