fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Önnur kanóna yfirgefur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 14:16

Kristín Ólafsdóttir. Mynd: Stjórnarráðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Ólafsdóttir, sem starfað hefur á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar frá árinu 2017, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra.

Kristín er önnur kanónan sem yfirgefur fréttastofuna í þessari viku, en á þriðjudag var greint frá því að Heimir Már Pétursson hefði verið ráðinn upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Kristín sé með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands. Á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur hún meðal annars sinnt fréttaskrifum á Vísi, flutt fréttir í sjónvarpi og útvarpi, haft umsjón með fréttatímum, stýrt umræðuþáttum og sinnt dagskrárgerð sem einn umsjónarmanna dægurmálaþáttarins Ísland í dag.

Þá var hún áður pistlahöfundur á Fréttablaðinu og hefur setið í stjórn Blaðamannafélags Íslands frá 2023. Kristín mun hefja störf í lok febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“