fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Kýldi lögreglumann í landgangi á Keflavíkurflugvelli

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 13:59

Maðurinn hlýddi ekki löggunni. Mynd/ISAVIA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður, búsettur á Íslandi, hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu í landgangi á Keflavíkurflugvelli og kýla lögreglumann í andlitið.

Atvikið átti sér stað í landgangi flugstöðvarinnar föstudaginn 22. desember árið 2023. Stöðvaði lögregla manninn og bað hann að fylgja sér en hann hlýddi ekki þrátt fyrir ítrekuð tilmæli.

Féll hann og þegar lögreglumaður var að reisa hann við kýldi hann lögreglumanninn í andlitið með þeim afleiðingum að hann fékk eymsli á kinnbeinið. Annar lögreglumaður greip hann og hélt honum en maðurinn reyndi þá að skalla hann.

Var maðurinn ákærður fyrir brot gegn lögreglulögum og brot gegn valdstjórninni og þess krafist að hann yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Sjá einnig:

Sauð upp úr í Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Ákærður fyrir árásir á lögreglumenn

Játaði maðurinn framferði sitt og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. En auk játningar höfðu verið lagðar fram myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna.

Þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Auk þess var honum gert að greiða verjanda sínum 267.840 krónur í málsvarnarþóknun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill