fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Vilhjálmur til OK

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. desember 2025 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson hefur hafið störf sem viðskiptastjóri hjá tæknifyrirtækinu OK. Hann hefur yfir 20 ára reynslu í sölu og viðskiptastýringu á notendabúnaði og miðlægum lausnum. Vilhjálmur starfaði lengst af hjá Nýherja og Origo þar sem hann bar ábyrgð á sölu og þjónustu til fyrirtækja og stofnana. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Meginhlutverk Vilhjálms hjá OK verður að styrkja sambönd við núverandi viðskiptavini, efla þjónustu og upplifun þeirra og greina ný tækifæri til framtíðar.

„Það er mikill fengur fyrir OK að fá Vilhjálm til liðs við okkur. Hann hefur mikla reynslu, góða þjónustulund og djúpa þekkingu á þeim tæknilausnum sem við bjóðum. Hann hefur ekki einungis sterkan bakgrunn í sölu og þjónustu á notendabúnaði, heldur einnig víðtæka þekkingu á miðlægum búnaði og skyldum lausnum,“ segir Gísli Þorsteinsson, forstöðumaður notendalausna hjá OK.

OK er lausnamiðað tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstrarþjónustu, notendalausnum, öryggislausnum og hugbúnaðarþjónustu, meðal annars með lausnum og búnaði frá HP, Yealink, Poly, Samsung og Jabra. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jólastemning í Bónus í Kauptúni

Jólastemning í Bónus í Kauptúni
Fréttir
Í gær

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Í gær

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu