fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 9. nóvember 2025 19:30

Erla Björnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknisfræði, vill seinka klukkunni á Íslandi.

„Á þessum árstíma velti ég því alltaf fyrir mér hvers vegna Ísland skuli enn fylgja tímabelti sem samræmist illa sólarhæð og náttúrulegum sólargangi. Staðarklukkan okkar er einfaldlega ekki rétt stillt miðað við legu landsins, og þetta misræmi hefur verið viðvarandi frá árinu 1968 þegar ákveðið var að festa landið á miðtíma (UTC) allt árið,“ segir hún í pistli á Vísi sem DV fjallaði um fyrr í vikunni.

Sjá einnig: Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla hefur nú útbúið undirskriftalista á island.is sem þegar þetta er skrifað 1685 hafa skrifað undir.

„Vilt þú að klukkan á Íslandi verði leiðrétt og færð aftur um eina klukkustund?

Ísland hefur fylgt röngu tímabelti frá árinu 1968. Það þýðir að sólin rís um klukkustund seinna en klukkan segir, og við vöknum á undan náttúrulegri birtu. Þetta seinkar líkamsklukkunni, fjölgar dimmum morgnum og hefur áhrif á svefn, orku og líðan – sérstaklega hjá börnum og ungmennum.“

Hér má sjá undirskriftalistann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus komið með sushi í verslanir

Bónus komið með sushi í verslanir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð