

Fjölmörg vitni voru að líkamsárás sem átti sér stað um miðjan dag í dag á bílastæði Kringlunnar. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir árásina í samtali við DV.
Þolandinn var einn og árásaraðilinn á grunnskólaaldri að sögn Unnars. Hópur var í för með árásaraðilanum, sem voru nokkuð eldri, og tóku ekki þátt í árásinni.
Árásin var óhugguleg að sögn vitna. Lögreglan hafði þó ekki aðkomu að því að koma þolanda á slysadeild, en Unnar hafði ekki upplýsingar um hvort þolandi hefði leitað þangað sjálfur.