fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 21:30

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma síðasta sumar fór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að fá að koma fyrir eftirlitsbúnaði við íbúðarhús í grónu hverfi í Reykjavík vegna gruns um að í húsinu færi fram skipulögð vændisstarfsemi. RÚV greindi frá.

Taldi lögreglan aðgerðina vera nauðsynlega til að átta sig á umfangi meintrar vændisstarfsemi í húsinu, hverjir tengdust henni og hverjir stjórnuðu. Ætlaði lögregla að afla með þessu upplýsinga sem gætu skipt sköpun fyrir rannsókn málsins.

Bæði héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu beiðninni á þeim forsendum að hún beindist ekki að neinum sérstökum einstaklingi og því væri ekki unnt að veita lögreglu þessa heimild.

Lögregla taldi sig vita hvað þarna færi fram en tilgangurinn með fyrir hugðum hlerunum var að komast að því hver stæði á bak við starfsemina.

„Við höfum fengið fjöldann allan af tilkynningum um vændi í þessu húsnæði. Við höfum rætt við þolendur og það var bara ýmislegt sem gaf til kynna að þarna væru þolendur mansals,“ segir Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri hjá ákærusviði lögreglunnar, í viðtali við RÚV.

Hildur segir að hingað til lands séu oft fluttar konur sem viti ekki einu sinni í hvaða landi þær eru staddar og þær tali hvorki íslensku né ensku. Þær séu sóttar út flugvöll,„… farið með þær í húsnæði þar sem þær eru og fara ekki neitt. Þær sjá sumar heldur ekki um að taka við bókunum heldur er einhver annar sem gerir það. Þær vita því ekkert hverju þær eiga von á fyrr en það er bankað og enn síður hvaða þjónustu er búið að samþykkja að selja.“

Bendi þetta allt til þess að vændið sé hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Hildur segir að markmið lögreglu sé að koma mansalþolendunum út úr þessu ástandi og stöðva það að fólk sé gert út með þessum hætti.

Hildur segir að mikið framboð sé af vændi í Reykjavík, jafnvel meira en í sumum borgum á Norðurlöndum.

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Það svíður mig að ævistarf sé glæpavætt“

„Það svíður mig að ævistarf sé glæpavætt“
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð