

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hannes Valle Þorsteinssyni, 22 ára gömlum manni, fyrir kynferðisbrot gegn börnum á leikskólanum Múlaborg.
RÚV greinir frá þessu og staðfestir Sigurður Ólafsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, tíðindin. Hannes var handtekinn þann 12. ágúst í kjölfar þess að foreldrar barns á Múlaborg tilkynntu til lögreglu grun um að brotið hefði verið gegn barni þeirra á leikskólanum. Við rannsókn málsins vaknaði grunur um að Hannes hefði brotið gegn fleiri börnum.
Ákæran í málinu hefur ekki borist fjölmiðlum en verður send Héraðsdómi Reykjavíkur á næstu dögum. Sigurður Ólafsson gat ekki veitt RÚV frekari upplýsingar um innihald ákærunnar og gefur ekki upp hvað mörgum börnum Hannes er ákærður fyrir brot gegn. Vísar hann á dómstólinn fyrir frekari upplýsingar. Það þýðir að þinghald í málinu verður lokað en dómstólar afhenda fjölmiðlum ákærur eftir þingfestingu í málum þar sem þinghald er lokað.
Gæsluvarðhald yfir Hannes hefur verið framlengt um fjórar vikur en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í 12 vikur.