fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Eik nýr styrktaraðili FKA

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 12:10

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir formaður FKA og Hreiðar Már Hermannsson forstjóri Eikar hf. í Turninum Smáratorgi. Mynd: Andrea Róbertsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eik verður styrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA og opna félögin af því tilefni samtal um kynjaða atvinnumarkaði og hvernig laða má konur að karllægum geirum atvinnulífsins. Tilgangur FKA er að styrkja stöðu kvenna í íslensku atvinnulífi og fjölga konum í stjórnunarstöðum og í eigin rekstri. Markmið félagsins er að styðja við vöxt og frama kvenna, auka nýsköpun meðal þeirra og annan atvinnurekstur, ásamt því að efla samstöðu og samstarf þeirra á meðal. Eik er fasteignafélag sem sérhæfir sig í útleigu á húsnæði til atvinnufyrirtækja. Félagið er almenningshlutafélag og skráð á Nasdaq Ísland.

„Við erum full tilhlökkunar að vinna með Eik og það gleður mig mikið að sjá nýjan forstjóra í karllægum geira sýna einlægan vilja til að opna umræðu og eiga samtal við okkur um kynjaða vinnumarkaði. Félagskonur munu heimsækja höfuðstöðvar Eikar í Turninum í Kópavogi strax eftir áramótin. Það er mikil tilhlökkun því þar munum við upplifa starfsemina frá fyrstu hendi og fá tækifæri til að kynnast starfsfólkinu og ræða markaðinn, helstu áskoranir og framtíðina. Orð eru til alls fyrst og nú spennum við beltin og hefjum samstarfið með þessu öfluga félagi og rýnum saman hvernig má opna samtalið um framtíð í karllægum geira og leiðir til að jafna hlut kynjanna. Hvernig má laða að ólíka hópa? Hvernig getum við verið hreyfiafl til lengri tíma litið? Það verður því spennandi að ræða málin saman og af nægu að taka. Firnasterk félög sem taka höndum saman og geggjað verður enn betra með þátttöku Eikar. Það góða fólk og félög sem starfa með okkur þetta starfsárið er landsliðið og rúmlega það,“ segir Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir formaður FKA.

„Með samstarfinu við Félag kvenna í atvinnulífinu viljum við hjá Eik leggja félagssamtökunum lið og sýna í verki að Eik er alvara með jöfnuð einstaklinga í atvinnulífinu, hvort sem það sé starfsfólk Eikar eða viðskiptavinir. Við erum þjónustufyrirtæki við allt atvinnulífið þar sem við þjónum öllum jafnt óháð kyni. Við tökum hlutverk okkar og ábyrgð alvarlega og hlökkum til samtals og samstarfs á vettvangi FKA,“ segir Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri Eikar hf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns