fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. nóvember 2025 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla sem birtist í hópnum Fjármálatips hefur vakið töluverða athygli.

„Er öryrki með 410.000 krónur útborgaðar eftir skatt. (Lífeyrissjóður og Tryggingastofnun) Vinn sem Wolt-sendill í 5 tíma á dag sem gefur mér 200.000 krónur eftir skatt. Þá er búið að taka frá tryggingagjald og 11,5% framlag launagreiðanda. Frádragið er um það bil 55% þar sem um er að ræða verktakagreiðslur. Er þetta ekki ágætis innkoma?“ 

Færslan er birt nafnlaus og ber að taka með þeim fyrirvara, en hún vakti hörð viðbrögð.

Sumum fannst óforsvaranlegt að færsluhöfundur væri að þiggja bætur þrátt fyrir vinnufærni og fannst ósanngjarnt að viðkomandi væri með hærri tekjur en fólk í fullu starfi.

Hér eru nokkur dæmi:

„Finnst athugunarvert að þú getir skutlast með wolt-sendingar stóran hluta vinnudags en ert samt á fullum öryrkjabótum vegna þess að þú ert „óvinnufær“. Á meðan ríkisstjórnin talar um að loka „ehf gatinu“ ætti hún frekar að loka þessu öryrkjagati sem alltof margir eru að misnota.“

„Farðu og fáðu þér 100% vinnu, skil ekki afhverju þú ert að bótum þegar þú ert augljóslega vinnufær. Skil ekki svona bull.“

„Vá hvað það fer í taugarnar á mér að vera í fullri vinnu, ekki á bótum en með minna útborgað en þú færð í bætur. Klárlega betra að vera öryrki en að vinna öll þessi láglaunastörf sem þarf víst líka að sinna á þessu landi.“

„Meira en ég fæ sem kennari með tvær háskólagráður, þar af eina meistaragráðu til kennsluréttinda og í fullu starfi“

„Ég er háskólamenntaður hjúkrunarfræðingur í fullu starfi og slefa upp í 470-480 þúsund á mánuði útborgað. Ég tel þetta vel gert hjá þér.“

„Vinn erfiðisvinnu á sjúkrahúsi og er ekki einu sinni með svona mikið útborgað, spurning hvort maður fari ekki bara að lifa á ríkinu og vera á spena hjá TR miðað við þetta.“

Auðvelt að dæma aðra

Aðrir sögðu galið að sjá aðra rakka niður öryrkja fyrir að reyna að bæta hag sinn með aukavinnu. Það sé ekki alltaf augljóst hvers vegna fólk fer á örorku og þó að fólk geti unnið eitthvað smá þýðir það ekki fulla vinnufærni. Eins gæti vel verið að viðkomandi sé að taka ákveðin skref í átt að því að fara aftur á vinnumarkaðinn.

„Finnið ykkur einhvern annan til að níðast á.“

„Það að vera sviptur öllu sem venjulegt fólk hefur er eitthvað sem manneskjum eins og ykkur ummælasvínum finnst sjálfsagt, veltið því aðeins fyrir ykkur af hverju við eigum að hafa það verra í lífinu af því við erum öryrkjar, skuldbindingar okkar eru nákvæmlega þær sömu og ykkar, reikningarnir hætta ekkert að koma þó maður veikist illa, og fólk hefur allar þarfir bara eins og þið.“

„Það er rosalega auðvelt að dæma aðra þegar þið hafið ekki verið í þeirra stöðu.“

„Elska hvað fólk heldur að öryrkjar séu fastir í rúminu eða hjólastól annars séu þeir ekki sannarlega öryrkjar já og þeir hafi það svo gott. […] Að þið séuð að öfundast út í örorku finnst mér magnað.“

Tröllafærsla

Þó nokkrir töldu þó augljóst að færslan væri fölsk og birt til þess að kynda undir hatri gegn öryrkjum.

„Mér finnst nú eitthvað bogið við þennan póst.“

„Þessi póstur stenst enga skoðun miðað við TR-skerðingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna og vinnu.“

„Þetta er augljóslega rage bait póstur og þið flest fallið öll fyrir því. 600 útborgað er annars ágætt fyrir meginþorra íbúa þessa lands. Alltílagi bara.“

„Þetta er feik póstur“

„Ekki fæða tröllið“

Blaðamaður prófaði að slá nokkrar ólíkar forsendur inn í reiknivél Tryggingastofnunar til að sjá hvort dæmið gangi upp.

Ef miðað er við öryrkja sem er einstætt foreldri, með tvö börn á framfæri, fyrsta örorkumat frá 30 ára aldri, 100 þúsund krónur frá lífeyrissjóði og 250 þúsund í mánaðarlaun í hlutastarfi fæst eftirfarandi niðurstaða, en um er að ræða ráðstöfunartekjur eftir skatt.

Svo dæmið úr færslunni er ekki óhugsandi.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“