fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. nóvember 2025 15:44

Umræddir veitingastaðir voru báðir reknir í Smáralind.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elís Árnason fyrrum veitingamaður greinir frá því í opinni Facebook-færslu sem hann birti fyrr í dag að hann og aðrir fyrrverandi eigendur veitingastaðanna Cafe Adesso og Sport & Grill í Smáralind hafi enn ekki fengið greitt fyrir sölu á stöðunum en tilkynnt var um söluna í september á síðasta ári. Segir Elís að kröfur verði gerðar á hendur kaupendunum.

Í september á síðasta ári var send út fréttatilkynning um að Elís, sem hafði rekið staðina í 20 ár, hefði ásamt öðrum eigendum selt þá til eigenda veitingastaðarins TGI Friday´s, Helga Magnúsar Hermannssona og Jóhannesar Birgis Skúlasonar, sem einnig hefur verið rekinn í Smáralind.

Eftir söluna var ákveðið að halda rekstri Sport & Grill ekki áfram í óbreyttri mynd heldur var TGI Friday´s staðurinn færður í rýmið í Smáralind sem fyrrnefndi staðurinn var í.

Síðan þá hefur sigið töluvert á ógæfuhliðina í rekstrinum. Cafe Addesso var lokað í október af Skattinum með tilstuðlan lögreglu. Innsigli Skattsins var hins vegar rofið en staðnum þá lokað aftur. Eftir því sem DV kemst næst er staðurinn enn lokaður.

Fyrr á þessu ári var fyrirtækið Tankurinn úrskurðað gjaldþrota en það var í eigu Helga og Jóhannesar og var rekstraraðili TGI Friday´s en rekstur TGI Friday´s var færður yfir í annað félag og er staðurinn enn í rekstri en samkvæmt umfjöllun RÚV var Helgi skráður forsvarsmaður þess ásamt Þórhalli Arnórssyni.

Röð gjaldþrota

Í umfjöllun RÚV kemur fram að félagsmenn Eflingar hafi leitað til félagsins vegna gjaldþrota veitingastaða og félaga þeim tengdum, í eigu Helga, Jóhannesar og Þórhalls. Leituðu tuttugu félagsmenn til Eflingar eftir gjaldþrot Tanksins en auk TGI Friday´s rak félagið Grillhúsið sem enn er í rekstri. Við síðarnefnda staðnum tók félagið Búsendi en skráðir forsvarsmenn eru Helgi og Jóhannes en einhverjir félagsmenn hafa leitað til Eflingar vegna Búsenda. Sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar við RÚV að mál tengd TGI Friday´s, Grillhúsinu og Cafe Adesso væru umfangsmikil og snerust meðal annars um vangoldin laun.

Elís segir í áðurnefndri færslu að það hafi verið fasteignasali sem hefði haft samband við hann fyrir hönd Jóhannesar og Helga og sagt þá hafa áhuga á að kaupa bæði Cafe Addesso og Sport & Grill. Fasteignasalinn, sem sé vinur Helga, hafi síðan haft milligöngu um söluna og það hafi verið félag í eigu HMH ehf., sem er að fullu í eigu Helga, sem keypti rekstrarfélög beggja staðanna. Segir Elís að fasteignasalinn hafi ekkert beitt sér fyrir hönd hans og annarra seljenda eins og honum beri að gera samkvæmt lögum.

Ógreitt

Elís segir að kaupverðið hafi átt að vera að fullu greitt 9. desember 2024 sem hafi ekki staðist og hann og aðrir seljendur hafi veitt Helga og Jóhannesi svigrúm þar sem þeir hafi alltaf sagt að þeir væru að vinna í málinu.

Hins vegar hafi aðeins lítill hluti kaupverðsins verið greiddur og að ekki líti út fyrir að afgangurinn verði greiddur. Vitaskuld verði kröfur gerðar á hendur kaupendum, bæði félaginu og þeim persónulega en Helgi og Jóhannes hafi gengist í fullar persónulegar efndir á samningunum.

Elís segir að bæði rekstrarfélög Cafe Adesso og Sport & Grill hafi verið í góðum rekstri, með allt í skilum og skilað ágætum rekstrarhagnaði. Í september 2024 hafi Helgi og Jóhannes fengið staðina afhenta og hann (Elís) ekki komið nálægt rekstrinum síðan. Cafe Addesso sé nú gjaldþrota og TGI Friday´s sé nú rekið á kennitölu Sport & Grill. Rifjar Elís að lokum upp viðskiptasögu Helga og Jóhannesar og segir einnig að rekstur Grillhússins sé á leið í þrot. Varar hann við viðskiptum við tvímenningana en Elís er nú aðallega búsettur á Spáni þar sem hann starfar við sölu fasteigna fyrir fyrirtækið Spánarheimili. Ekki náðist samband við Elís við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga