fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. nóvember 2025 18:00

Brotafl kom að uppbyggingu fangelsisins á Hólmsheiði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrotabú verktakafyrirtækisins Brotafls hefur farið fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi við Stekkjarflöt 2 í Garðabæ sem er í eigu Þórkötlu Ragnarsdóttur, annars af fyrrum eigendum fyrirtækisins. Er sölunni, sem auglýst er í Lögbirtingablaðinu, á eigninni ætlað að standa undir ógreiddum kröfum að upphæð um 203 milljónir króna.

Þórkatla átti og rak Brotafl ásamt eiginmanni sínum, Sigurjóni G. Halldórssyni þar til félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2017. Voru þau hluti af fimm manna hópi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna hjá fyrirtækjunum Brotafl, Kraftbindingar og Starfsmenn ehf.  sem var ákærður fyrir stórfelld skatta­laga­brot og brot á bók­halds­lög­um.

Þórkatla og Sigurjóni voru bæði sakfelld í héraði og hlutu háar sektir og skilorðsbunda fangelsisdóma. Þau áfrýju dómnum til Landsréttar en þar var Þórkatla sýknuð en Sigurjón hlaut 15 mánaða skilorðsbundinn dóm auk þess sem honum var gert að greiða þrotabúinu 64 milljónir króna.

Uppgjör þrotabúsins hefur staðið yfir í rúm átta ár en ætla má að skiptin séu nú á lokametrunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Reykjanesbraut: Var ofurölvi þegar ekið var á hann

Banaslys á Reykjanesbraut: Var ofurölvi þegar ekið var á hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag