fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Fréttir

Úkraínumaður á Íslandi sagður hafa tekið þátt í að svindla á íslenskri konu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. október 2025 10:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem er úkraínskur ríkisborgari en með íslenska kennitölu og því líklega búsettur á Íslandi hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti með því að taka við ávinningi af fjársvikum sem framin voru í gegnum Facebook. Peningarnir voru greiddir inn á íslenskan bankareikning mannsins af bankareikningi íslenskrar konu sem því er líklega þolandi fjársvikanna þótt það sé ekki beinlínis tekið fram.

Ákæra á hendur manninum er birt í Lögbirtingablaðinu en heimilisfang hans virðist ekki þekkt og því hefur væntanlega ekki tekist að birta manninum ákæruna.

Maðurinn er á fimmtugsaldri en samkvæmt á ákærunni tók hann á síðasta ári við ávinningi af fjársvikum sem framin voru í gegnum Facebook af óþekktum aðila. Samtals voru þetta þrjár milljónir króna, sem lagðar voru inn á bankareikning mannsins frá bankareikningi íslensku konunnar.

Það virðist því ekki annað en að konan hafi verið þolandi fjársvikanna.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Mæti maðurinn ekki verður hann handtekinn og færður fyrir dóm, samkvæmt tilkynningunni í Lögbirtingablaðinu. Maðurinn viðist því vera staddur á landinu en í ákærunni er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Snigill gerði dyraat í fjölbýlishúsi í Þýskalandi – Fékk tiltal frá lögreglu

Snigill gerði dyraat í fjölbýlishúsi í Þýskalandi – Fékk tiltal frá lögreglu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Ísraela hafa misþyrmt og niðurlægt Gretu Thunberg

Segja Ísraela hafa misþyrmt og niðurlægt Gretu Thunberg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunni Helga lét Stefán Einar fá það óþvegið: „Skrýtið að veifa aumingjaspjaldinu“

Gunni Helga lét Stefán Einar fá það óþvegið: „Skrýtið að veifa aumingjaspjaldinu“